Skotheld fegrunarráð Sigrúnar 18. apríl 2011 13:00 MYNDIR/Bragi Þór Jósefsson Meðfylgjandi myndir voru teknar af Sigrúnu Lilju Guðjónsdóttur framkvæmdastjóra Gyðju fyrir Vikuna þar sem hún segir meðal annars frá því hvernig hún stofnaði Gyðju, skrifaði nýju bókina sína The Next Big Thing, sem er orðin metsölubók í Bandaríkjunum, og nýju söluskriftstofu Gyðju sem hún opnaði nýverið í Miami. Við forvitnuðumst um heilsu Sigrúnar og fengum hjá henni skotheld fegrunarráð. Hvernig er það, vaknar þú svona fersk (eins og þú ert á myndunum) á morgnana Sigrún? „(Hlær..) Já í hinum fullkomna heimi, en að öllu gríni slepptu þá fylgir svona myndatöku hellings undirbúningur og vinna fyrir alla aðila sem koma að henni. Daginn fyrir töku reyni ég að setja á mig rakamaska og hafa sem allra lengst til að ná fram ferskleika í húðina. Ég fer svo í hár og förðun til hennar Bellu minnar (Berglind Magnúsdóttir) og við Haffi Haff, sem var stílisti tökunnar, hittumst og völdum fatnaðinn saman. Fötin eru úr Karen Millen, Top Shop og Gallerí Keflavík en í tökunni sjálfri voru Bella og Haffi mér til halds og trausts og Bragi ljósmyndari er líka auðvitað snillingur. Þarna er ofboðslega flott teymi sem vinnur saman til að hafa útkomuna sem besta," svarar Sigrún.Hvernig heldur þú þér í formi? „Góð æfing er orðin einn mikilvægasti partur dagsins hjá mér og reyni ég að komast alltaf 5-6x í viku. Ég hef verið í einkaþjálfun hjá Heiðrúnu Fitness Sigurðardóttir í Sporthúsinu. Við breytum æfingunum reglulega en höfum verið á nokkurs konar brennslulyftinga prógrammi þar sem hún lætur mig nota mikið mína eigin líkamsþyngd í æfingarnar og setur mig svo í brennslutækin inn á milli í æfingunum til að ná upp púlsinum og brennslunni. Ég reyni að brenna líka eftir æfingar og verður þrekstiginn þá oftar en ekki fyrir valinu, hann gerir undur og stórmerki fyrir fætur og rass. Svo verð ég líka að viðurkenna að ég er forfallinn hot jóga fíkill og ég reyni að komast annan hvern dag í til hennar Jöhönnu sem er líka í Sporthúsinu. Hitinn í hot jóga salnum gerir það að verkum að maður hitnar fljótt upp og verður þar af leiðandi sveigjanlegri til að teygja og kemst maður því mun dýpra inn í stöðurnar, liðleikinn er fljótur að koma og allt í einu er ég orðin kattliðug sem er bara yndislegt."En hvernig er mataræðið þitt? „Ég borða mest megnis nokkuð hollan mat og reyni að huga vel að mataræðinu. Ég sneyði sem dæmi nánast algjörlega frá hvítum sykri og hvítu hveiti og hef gert í nokkurn tíma því ég er svo veik sérstaklega fyrir sykrinum, þá er bara langbest að sleppa því alveg til að vera ekki í vítahring með það. Ég þarf að huga vel að heilbrigðum lífstíl meðal annars út af starfinu mínu og mataræðið sem hefur alltaf virkað langbest fyrir mig til að ná tökum á hollustunni heitir Vigtarráðgjafarnir, oft kallað danski kúrinn. Þetta mataræði er að mínu mati alveg hreint frábært og hefur allt til brunns að bera. Þetta gefur manni kost á því að borða úr öllum fæðuflokkum, borða reglulega yfir daginn og vera almennt á hreinu og heilsusamlegu mataræði þar sem sneytt er fram hjá viðbættum sykri en samt að borða nokkuð eðlilegan mat og ná mjög góðum árangri. Svo er aada engifer drykkurinn frá MySecret orðinn fastur liður í mataræðinu. Frábær orkugjafi, styrkir ónæmiskerfið og er hreinsandi um leið."Ertu með skothelt fegrunarráð sem þú getur deilt með okkur? „Já það er eitt hálfgert undratæki sem ég nota samhliða líkamsræktinni. Ég trúi reyndar ekki á undralausnir en þetta er einfaldlega mögnuð græja sem ég sé svart á hvítu að hún virkar eftir hvert skipti sem ég nota hana. Þetta er tæki sem heitir TriPolar Pose. Ég hef reynt að nota það 2-4 sinnum í viku þegar ég þarf að líta extra vel út t.d. fyrir myndatökur en annars held ég mér við 1-2x í mánuði. Ég nota það á þau svæði sem mig langar til að grenna, móta og stinna. Árangurinn kom mér reglulega á óvart og eftir aðeins örfá skipti var munurinn orðinn sjáanlegur sérstaklega á þessum erfiðari svæðum." Sjá nánar á vefsíðunni TriPollar Pose.Skiptir útlit miklu máli? „Ég myndi segja að gott karma skipti mestu máli og ef maður er hamingjusöm manneskja sem gefur af sér þá geisli af manni. Ef fólk er fallegt að innan þá skín fegurðin einnig að utan. Innri fegurðin skiptir því alltaf mestu máli þrátt fyrir að það sé alltaf gaman að líta vel út og rækta ytra útlit og heilbrigði um leið," segir Sigrún.Myndirnar tók Bragi Þór Jósefsson, Haffi Haff stíliseraði og Berglind Magnúsdóttir sá um hár og förðun Sigrúnar en hún er hennar persónulegi hárgreiðslu- og förðunarfræðingur. Þeir sem vilja fylgjast með Sigrúnu á vefsíðu hennar þar sem Sigrún heldur úti bloggi auk þess sem þarna eru ýmsar upplýsingar. Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Meðfylgjandi myndir voru teknar af Sigrúnu Lilju Guðjónsdóttur framkvæmdastjóra Gyðju fyrir Vikuna þar sem hún segir meðal annars frá því hvernig hún stofnaði Gyðju, skrifaði nýju bókina sína The Next Big Thing, sem er orðin metsölubók í Bandaríkjunum, og nýju söluskriftstofu Gyðju sem hún opnaði nýverið í Miami. Við forvitnuðumst um heilsu Sigrúnar og fengum hjá henni skotheld fegrunarráð. Hvernig er það, vaknar þú svona fersk (eins og þú ert á myndunum) á morgnana Sigrún? „(Hlær..) Já í hinum fullkomna heimi, en að öllu gríni slepptu þá fylgir svona myndatöku hellings undirbúningur og vinna fyrir alla aðila sem koma að henni. Daginn fyrir töku reyni ég að setja á mig rakamaska og hafa sem allra lengst til að ná fram ferskleika í húðina. Ég fer svo í hár og förðun til hennar Bellu minnar (Berglind Magnúsdóttir) og við Haffi Haff, sem var stílisti tökunnar, hittumst og völdum fatnaðinn saman. Fötin eru úr Karen Millen, Top Shop og Gallerí Keflavík en í tökunni sjálfri voru Bella og Haffi mér til halds og trausts og Bragi ljósmyndari er líka auðvitað snillingur. Þarna er ofboðslega flott teymi sem vinnur saman til að hafa útkomuna sem besta," svarar Sigrún.Hvernig heldur þú þér í formi? „Góð æfing er orðin einn mikilvægasti partur dagsins hjá mér og reyni ég að komast alltaf 5-6x í viku. Ég hef verið í einkaþjálfun hjá Heiðrúnu Fitness Sigurðardóttir í Sporthúsinu. Við breytum æfingunum reglulega en höfum verið á nokkurs konar brennslulyftinga prógrammi þar sem hún lætur mig nota mikið mína eigin líkamsþyngd í æfingarnar og setur mig svo í brennslutækin inn á milli í æfingunum til að ná upp púlsinum og brennslunni. Ég reyni að brenna líka eftir æfingar og verður þrekstiginn þá oftar en ekki fyrir valinu, hann gerir undur og stórmerki fyrir fætur og rass. Svo verð ég líka að viðurkenna að ég er forfallinn hot jóga fíkill og ég reyni að komast annan hvern dag í til hennar Jöhönnu sem er líka í Sporthúsinu. Hitinn í hot jóga salnum gerir það að verkum að maður hitnar fljótt upp og verður þar af leiðandi sveigjanlegri til að teygja og kemst maður því mun dýpra inn í stöðurnar, liðleikinn er fljótur að koma og allt í einu er ég orðin kattliðug sem er bara yndislegt."En hvernig er mataræðið þitt? „Ég borða mest megnis nokkuð hollan mat og reyni að huga vel að mataræðinu. Ég sneyði sem dæmi nánast algjörlega frá hvítum sykri og hvítu hveiti og hef gert í nokkurn tíma því ég er svo veik sérstaklega fyrir sykrinum, þá er bara langbest að sleppa því alveg til að vera ekki í vítahring með það. Ég þarf að huga vel að heilbrigðum lífstíl meðal annars út af starfinu mínu og mataræðið sem hefur alltaf virkað langbest fyrir mig til að ná tökum á hollustunni heitir Vigtarráðgjafarnir, oft kallað danski kúrinn. Þetta mataræði er að mínu mati alveg hreint frábært og hefur allt til brunns að bera. Þetta gefur manni kost á því að borða úr öllum fæðuflokkum, borða reglulega yfir daginn og vera almennt á hreinu og heilsusamlegu mataræði þar sem sneytt er fram hjá viðbættum sykri en samt að borða nokkuð eðlilegan mat og ná mjög góðum árangri. Svo er aada engifer drykkurinn frá MySecret orðinn fastur liður í mataræðinu. Frábær orkugjafi, styrkir ónæmiskerfið og er hreinsandi um leið."Ertu með skothelt fegrunarráð sem þú getur deilt með okkur? „Já það er eitt hálfgert undratæki sem ég nota samhliða líkamsræktinni. Ég trúi reyndar ekki á undralausnir en þetta er einfaldlega mögnuð græja sem ég sé svart á hvítu að hún virkar eftir hvert skipti sem ég nota hana. Þetta er tæki sem heitir TriPolar Pose. Ég hef reynt að nota það 2-4 sinnum í viku þegar ég þarf að líta extra vel út t.d. fyrir myndatökur en annars held ég mér við 1-2x í mánuði. Ég nota það á þau svæði sem mig langar til að grenna, móta og stinna. Árangurinn kom mér reglulega á óvart og eftir aðeins örfá skipti var munurinn orðinn sjáanlegur sérstaklega á þessum erfiðari svæðum." Sjá nánar á vefsíðunni TriPollar Pose.Skiptir útlit miklu máli? „Ég myndi segja að gott karma skipti mestu máli og ef maður er hamingjusöm manneskja sem gefur af sér þá geisli af manni. Ef fólk er fallegt að innan þá skín fegurðin einnig að utan. Innri fegurðin skiptir því alltaf mestu máli þrátt fyrir að það sé alltaf gaman að líta vel út og rækta ytra útlit og heilbrigði um leið," segir Sigrún.Myndirnar tók Bragi Þór Jósefsson, Haffi Haff stíliseraði og Berglind Magnúsdóttir sá um hár og förðun Sigrúnar en hún er hennar persónulegi hárgreiðslu- og förðunarfræðingur. Þeir sem vilja fylgjast með Sigrúnu á vefsíðu hennar þar sem Sigrún heldur úti bloggi auk þess sem þarna eru ýmsar upplýsingar.
Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira