Erlent

16 ára stúlka féll ofan af Golden Gate brúnni og lifði það af

Golden Gate brúin.
Golden Gate brúin.
16 ára gömul stúlka, sem féll ofan af Golden Gate brúnni í San Francisco, lifði fallið af. Það eru rétt tæplega 70 metrar af brúnni og niður að haffletinum, en til samanburðar má benda á að Hallgrímskirkja er 74,5 metrar á hæð.

Stúlkan féll niður af brúnni á sunnudaginn og var í tuttugu mínútur í sjónum áður en henni var komið til bjargar. Samkvæmt dagblöðum í borginni var hún umsvifalaust færð á spítala. Ekki er ljóst hversu illa slösuð stúlkan er.

Í mars síðastliðnum féll 17 ára piltur niður af brúnni og lifði fallið einnig af.

Ekki er vitað hvort stúlkan hafi ætlað að svipta sig lífi en brúin er alræmdur sjálfsvígsstaður í Bandaríkjunum. Um 25 manns deyja árlega eftir að hafa stokkið ofan af brúnni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×