Fótbolti

Neymar neitar að biðjast afsökunar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Neymar í leiknum um helgina.
Neymar í leiknum um helgina. Nordic Photos / Getty Images
Brasilíumaðurinn Neymar hefur neitað að biðja stuðningsmenn skoska landsliðið afsökunar eftir að hann sakaði þá um kynþáttaníð.

Brasilía vann Skotland, 2-0, í vináttulandsleik um síðustu helgi og skoraði Neymar bæði mörk leiksins.

Banana var kastað inn á völlinn og sagði Neymar að með því hefðu stuðningsmenn Skota verið með kynþáttaníð í sinn garð.

Síðar kom í ljós að þýskur táningur kastaði banananum inn á völlinn og að hann hafi ekkert illt meint með því. Skoska knattspyrnusambandið fór því fram á afsökunarbeiðni frá Brasilíumönnum vegna málsins.

Neymar benti hins vegar á að hann hafi aldrei sakað stuðningsmenn Skota sérstaklega um kynþáttaníð og því myndi hann ekki biðjast afsökunar.

„Ég sagði atvikið vissulega leiðinlegt og fordæmdi hvers kyns kynþáttafordóma í viðtölum eftir leik. En ég ásakaði aldrei neinn og skil því ekki af hverju ég ætti að þurfa að draga eitthvað til baka.“

„Ég sagði í þessum sömu viðtölum að málinu væri lokið fyrir mér og ég ítreka það nú.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×