Enski boltinn

Matt Jarvis valinn í enska landsliðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Matt Jarvis er kominn í enska landsliðið.
Matt Jarvis er kominn í enska landsliðið.
Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, tilkynnti í kvöld leikmannahóp sinn fyrir leikina gegn Wales í undankeppni EM og vináttulandsleikinn gegn Gana.

Mesta athygli vekur tilkoma nýliðans Matt Jarvis sem spilar með Úlfunum.

Aaron Lennon kemst líka í landsliðið í fyrsta skipti síðan í október í fyrra. Andy Carroll er einnig í hópnum þó svo Kenny Dalglish vilji hafa hann í meðferð hjá sér.

Kyle Walker er einnig í hópnum en hann á eftir að spila sinn fyrsta landsleik þó svo hann hafi verið í hópnum síðast.

Hópurinn:

Markverðir: Foster (Birmingham), Green (West Ham), Hart (Manchester City)

Varnarmenn: Baines (Everton), Cahill (Bolton), A Cole (Chelsea), Dawson (Tottenham), Jagielka (Everton), Johnson (Liverpool), Lescott (Manchester City), Terry (Chelsea, captain), Walker (Tottenham - on loan at Aston Villa)

Miðjumenn: Barry (Manchester City), Downing (Aston Villa), Jarvis (Wolves), Lampard (Chelsea), Lennon (Tottenham), Milner (Manchester City), Parker (West Ham), Young (Aston Villa), Wilshere (Arsenal)

Framherjar: Bent (Aston Villa), Carroll (Liverpool), Crouch (Tottenham), Defoe (Tottenham), Rooney (Manchester United)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×