Enski boltinn

John Terry gaf aldrei upp vonina um að verða fyrirliði á ný

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry hughreystir Robert Green á HM í Suður-Afríku.
John Terry hughreystir Robert Green á HM í Suður-Afríku. Mynd/AP
John Terry er kátur þessa dagana enda er Chelsea-liðið farið að vinna leiki að nýju og hann er orðinn fyrirliði enska landsliðsins á nýjan leik. Terry verður fyrirliði enska landsliðsins á móti Wales um næstu helgi.

Terry missti fyrirliðabandið í febrúar fyrir ári síðan vegna ásakanna um að hann hafði haldið framhjá með konu fyrrum félaga hans hjá Chelsea, Wayne Bridge. Terry var því ekki fyrirliði enska landsliðsins á HM í Suður-Afríku.

„Ég hef alltaf gert það sem stjórinn vill að ég geri til þess að hjálpa liðinu að vinna. Ég komst fljótt yfir það að missa fyrirliðabandið og það var alltaf gott á milli mín og þjálfarans. Ég gaf samt aldrei upp vonina um að verða fyrirliði á ný," sagði John Terry í viðtali við The Sun.

„Þegar stjórinn sagði mér á þessum fundi á Wembley að ég væri búinn að missa fyrirliðabandið þá virti ég hans ákvörðun þó að ég væri ekki sáttur við hana. Ég tók í höndina á Capello og aðstoðarmanni hans Franco Baldini og sagði þeim að ég myndi alltaf leggja mig hundrað prósent fram," sagði Terry.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×