Fótbolti

Ruud Gullit tapar og tapar í Tsjetsjeníu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ruud Gullit.
Ruud Gullit. Mynd/Nordic Photos/AFP
Hollendingurinn Ruud Gullit er enn að bíða eftir fyrsta sigri sínum sem þjálfari tsjetsjenska liðsins Terek Grozny en liðið tapaði 0-2 á móti Rubin Kazan í rússnesku úrvalsdeildinni um helgina.

Terek Grozny tapaði 0-1 í fyrstu umferðinni á móti Zenit St Pétursborg og er því á botni deildarinnar, bæði stigalaust og markalaust.

„Það er synd að við náum aftur ekki að breyta marktækifærum okkar í mörk. Þeir nýttu færin sín miklu betur en við og áttu sigurinn skilinn," sagði hinn 48 ára gamli Ruud Gullit.

Það verður tók að koma Ruud Gullit til varnar að liðið hans er búið að spila við tvö bestu liðin í rússnesku deildinni en Rubin Kazan og Zenit St Pétursborg eru bæði með fullt hús á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×