Fótbolti

Michel Platini endurkjörinn sem forseti UEFA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michel Platini.
Michel Platini. Mynd/AP
Frakkinn Michel Platini verður forseti UEFA næstu fjögur árin eftir að hafa verið endurkjörinn í dag. Það bauð enginn sig gegn Platini sem hefur mikið traust meðal sambandsaðilana 53 sem skipa Knattspyrnusamband Evrópu.

Michel Platini hefur setið í forsetastólnum hjá UEFA síðan 2007 þegar hann hafði þá betur í forsetakosningum á móti Svíanum    Lennart Johansson. Johansson hafði þá verið forseti UEFA í sautján ár.

Sepp Blatter, forseti FIFA og mótframbjóðandi hans, Mohamed bin Hammam, eru báðir á UEFA-þinginu en sterkur orðrómur er um það að Platini muni bjóða sig fram til forseta FIFA árið 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×