Enski boltinn

Gerrard gæti náð næsta leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Endurhæfing Steven Gerrard gengur vel og eru líkur á því að hann muni spila með Liverpool í næsta leik liðsins, gegn West Brom þann 2. apríl næstkomandi.

Steve Clarke, aðstoðarstjóri liðsins, sagði einnig að þeir Martin Kelly og Jonjo Shelvey væru einnig á góðum batavegi.

„Þeim gengur öllum vel,“ sagði Clarke. „Ef allt fer á besta veg geta þeir Martin Kelly og Steven Gerrard aftur mætt á æfingar í næstu viku.“

„Við vonum að hið sama eigi við um Jonjo Shelvey en hann hefur verið lengi frá.“

Gerrard meiddist í leik Liverpool gegn Chelsea í upphafi síðasta mánaðar og þurfti að gangast undir aðgerð fyrir tveimur vikum síðan. Þá var talið að hann yrði frá í heilan mánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×