Fótbolti

Cassano ber bara ábyrgð á sjálfum sér

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Antonio Cassano.
Antonio Cassano.
Cesare Prandelli, landsliðsþjálfari Ítalíu, segir að það sé ekki hlutverk Antonio Cassano að bera landsliðið á bakinu. Hann segir það vera meira en nóg fyrir Cassano að hugsa um sjálfan sig.

Prandelli setur þrátt fyrir pressu á framherjana Cassano og Giampaolo Pazzini að þeir skili mörkum gegn Slóveníu.

"Ég ætlast til þess að þeir spili eins vel og við vitum öll að þeir geta. Cassano þarf að gefa sitt til liðsins en þarf ekkert að fara fram úr sjálfum sér. Hann er aðeins ábyrgur fyrir eigin frammistöðu en ekki annarra," sagði Prandelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×