Hættir loksins að klára appelsínusafa mömmu 7. júní 2011 10:00 Steinþór Helgi, umboðsmaður Hjaltalín, hefur unað sér vel á heimili móður sinnar, Eddu Hauksdóttur, alla sína tíð en hefur nú yfirgefið hreiðrið. Hér eru mæðginin ásamt Dúdda og Dolla, sem Steinþór saknar mikið.fréttablaðið/stefán „Það eru allir að tala um að ég sé brjálaður að flytja út frá mömmu fyrir þrítugt,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðsmaður hljómsveitarinnar Hjaltalín og starfsmaður Senu. Hinn 27 ára gamli Steinþór Helgi hefur kvatt móður sína, Eddu Hauksdóttur, eftir sambúð sem hefur varað frá fæðingu Steinþórs. Hann hefur unað sér vel í kjallara á heimili móður sinnar síðustu ár og játar að hann muni sakna hennar mikið. „Já og púðluhundanna, Dúdda og Dolla. Ég á eftir að sakna að kúra með þeim,“ segir Steinþór meyr. Móðir Steinþórs býr á besta stað í miðbæ Reykjavíkur, sem var ein af ástæðunum fyrir því að dvöl hans á heimilinu var jafn löng og raun ber vitni. „Ég er mikill mömmustrákur,“ segir Steinþór. „Ég og mamma mín eigum í mjög skemmtilegu og heilbrigðu sambandi. Það var lítill hvati til að fara. Þetta var allt í svo fallegu og góðu ástandi.“ Steinþór hefur þó mátt þola mikinn þrýsting um að flytja út, ekki aðeins frá samfélaginu heldur einnig móður sinni, sem setti lagið Single Ladies með Beyoncé á Facebook þegar unginn hafði yfirgefið hreiðrið. „Það hefur verið þrýstingur á mér frá móður minni síðan ég kláraði menntaskóla. En ég held samt að hún sakni mín lúmskt, þrátt fyrir að hún hafi gefið yfirlýsingar um annað,“ segir Steinþór. Steinþór kvíðir ekki piparsveinalífinu, enda segist hann vel í stakk búinn að sjá um sig sjálfur og þvertekur fyrir að hann ætli að fá hjálp frá móður sinni við að þvo af sér. „Ég er alinn upp af einstæðri móður sem hefur kennt mér margt í gegnum tíðina,“ segir hann. „Ég er fullfær húsmóðir og er búinn að fjárfesta í fallegri þvottavél, þannig að það verður ekkert vandamál. Ég fæ hana kannski til að bjóða mér í mat stöku sinnum.“ Og þótt ýmislegt breytist neitar því Steinþór að þetta umturni lífi hans. „Það sem breytist helst er að ég get loksins sett chili í matinn sem ég elda og fæ ekki samviskubit þegar ég drekk appelsínusafa. Mamma er alltaf að skamma mig fyrir að drekka appelsínusafann hennar,“ segir hann. „Mamma getur nú keypt sér lúxusappelsínusafa sem endist eitthvað.“atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Sjá meira
„Það eru allir að tala um að ég sé brjálaður að flytja út frá mömmu fyrir þrítugt,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðsmaður hljómsveitarinnar Hjaltalín og starfsmaður Senu. Hinn 27 ára gamli Steinþór Helgi hefur kvatt móður sína, Eddu Hauksdóttur, eftir sambúð sem hefur varað frá fæðingu Steinþórs. Hann hefur unað sér vel í kjallara á heimili móður sinnar síðustu ár og játar að hann muni sakna hennar mikið. „Já og púðluhundanna, Dúdda og Dolla. Ég á eftir að sakna að kúra með þeim,“ segir Steinþór meyr. Móðir Steinþórs býr á besta stað í miðbæ Reykjavíkur, sem var ein af ástæðunum fyrir því að dvöl hans á heimilinu var jafn löng og raun ber vitni. „Ég er mikill mömmustrákur,“ segir Steinþór. „Ég og mamma mín eigum í mjög skemmtilegu og heilbrigðu sambandi. Það var lítill hvati til að fara. Þetta var allt í svo fallegu og góðu ástandi.“ Steinþór hefur þó mátt þola mikinn þrýsting um að flytja út, ekki aðeins frá samfélaginu heldur einnig móður sinni, sem setti lagið Single Ladies með Beyoncé á Facebook þegar unginn hafði yfirgefið hreiðrið. „Það hefur verið þrýstingur á mér frá móður minni síðan ég kláraði menntaskóla. En ég held samt að hún sakni mín lúmskt, þrátt fyrir að hún hafi gefið yfirlýsingar um annað,“ segir Steinþór. Steinþór kvíðir ekki piparsveinalífinu, enda segist hann vel í stakk búinn að sjá um sig sjálfur og þvertekur fyrir að hann ætli að fá hjálp frá móður sinni við að þvo af sér. „Ég er alinn upp af einstæðri móður sem hefur kennt mér margt í gegnum tíðina,“ segir hann. „Ég er fullfær húsmóðir og er búinn að fjárfesta í fallegri þvottavél, þannig að það verður ekkert vandamál. Ég fæ hana kannski til að bjóða mér í mat stöku sinnum.“ Og þótt ýmislegt breytist neitar því Steinþór að þetta umturni lífi hans. „Það sem breytist helst er að ég get loksins sett chili í matinn sem ég elda og fæ ekki samviskubit þegar ég drekk appelsínusafa. Mamma er alltaf að skamma mig fyrir að drekka appelsínusafann hennar,“ segir hann. „Mamma getur nú keypt sér lúxusappelsínusafa sem endist eitthvað.“atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Sjá meira