Enski boltinn

Newcastle að leita að eftirmanni Andy Carroll

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Peter Crouch er orðaður við Newcastle.
Peter Crouch er orðaður við Newcastle. Mynd/AFP
Newcastle seldi í dag stjörnuframherjann sinn Andy Carroll til Liverpool og eru forráðamenn félagsins víst á fullu þessa stundina að finna nýjan sóknarmann til að fylla skarð Carroll.

Carlton Cole, framherji West Ham og Peter Crouch, framherji Tottenham, hafa báðir verið orðaðir við Newcastle í enskum miðlum á síðustu mínútum og Emile Heskey, framherji Aston Villa hefur einnig við nefndur til sögunnar.

Newcastle hefur ekki langan tíma til þess að ganga frá kaupum á nýjum framherja því félagsskiptaglugginn lokar eftir aðeins þrjá og hálfán klukkutíma.

Andy Carroll skoraði 11 mörk í 19 leikjum með Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og fjarvera hans mun skilja eftir stórt skarð í sóknarlínu liðsins. Það er því vel skiljanlegt að Newcastle reyni að eyða eitthvað af milljónum sem félagið fékk fyrir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×