Enski boltinn

Eiður Smári verður áfram hjá Stoke

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen á æfingu með Lionel Messi fyrir tæpum tveimur árum.
Eiður Smári Guðjohnsen á æfingu með Lionel Messi fyrir tæpum tveimur árum. Mynd/Nordic Photos/Getty
Eiður Smári Guðjohnsen mun verða áfram í herbúðum Stoke City út þetta tímabil en ekkert er að gerast í hans málum og félagsskiptaglugginn lokar eftir aðeins fjóra klukkutíma. Þetta kom fram í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið að leita leiða til þess að losna frá Stoke síðan að félagsskiptaglugginn opnaði en Tony Pulis, stjóri Stoke, hefur ekki gefið honum mörg tækifæri á þessu tímabili. Nú er að sjá hvort Pulis noti Eið Smára eitthvað í vor en liðið var að fá norska framherjann John Carew á láni á dögunum.

Eiður var orðaður við ensk félög til að byrja með en upp á síðkastið hafa hollensk félög og þá sérstaklega Ajax komið inn í myndina. Það virðist hinsvegar sem ekkert hafi orðið úr því að Eiður Smári snúi aftur til Hollands þar sem hann hóf atvinnumannaferilinn árið 1994.

Eiður Smári hefur aðeins spilað í 69 mínútur með Stoke-liðinu í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, hefur aldrei fengið að vera í byrjunarliðinu og kom síðast við sögu í tapi á móti West Ham í enska deildarbikarnum 27. október síðastliðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×