Harry Redknapp knattspyrnustjóri Tottenham hefur neitað þeim fregnum að félagið hafi boðið 38,5 milljónir punda í framherja Atletico Madrid Sergio Aguero. Redknapp telur að það séu litlar líkur á því að hinn 22 ára gamli landsliðsmaður frá Argentínu verði leikmaður Tottenham áður en félagaskiptaglugganum lokar í dag.
Aguero, sem gengur undir gælunafninu „Kun" hefur skorað 13 mörk á tímabilinu en Tottenham hefur alls ekki gengið vel að skora mörk að undanförnum þrátt fyrir að vera með framherjana Peter Crouch, Jermain Defoe og Rafael van der Vaart í herbúðum sínum.
Enrique Cerezo forseti spænska liðsins segir að engin tilboð hafi borist í „Kun" og né heldur Diego Forlán landsliðsmann frá Úrúgvæ sem var valinn besti leikmaður HM 2010. Tottenham hefur verið orðað við Forlán en Cerezo forseti er sannfærður um að hvorugur þeirra yfirgefi félagið.