Kraftaverk að ekki fór verr í Færeyjum 26. nóvember 2011 05:00 Íbúum á sambýli aldraðra á Þvereyri var bjargað á síðustu stundu út í bifreið. Bifreiðin var ekki lögð af stað þegar þakið fauk af húsinu.mynd/Bjarni Nygaard „Það var hreint kraftaverk að ekki fór verr,“ segir Brynhild Thomsen, ritstjóri á færeyska dagblaðinu Dimmalætting, um tjónið af fárviðrinu sem gekk yfir eyjarnar í fyrrinótt. „Það sem fyrst og fremst bjargaði okkur voru þær nákvæmu veðurspár sem veittu okkur upplýsingar um það sem í vændum var. Það var til dæmis búið að stimpla það vel inn í okkur að taka burt allt lauslegt sem hefði getað fokið og valdið ómældu tjóni.“ Fárviðrið skall á syðst á eyjunum strax um klukkan hálfníu á fimmtudagskvöld, færðist síðan hægt norðvestur yfir og mældist í hviðum vel yfir 50 metrar á sekúndu. Undir morgun var versta veðrið gengið yfir en hvasst var þó áfram fram eftir degi. Veðrið hélt síðan áfram yfir hafið til Noregs þar sem það skall á af fullum þunga í gærkvöld. Í Noregi höfðu menn gefið lægðinni nafnið Berit og áttu von á öllu illu. Búist er við roki í Færeyjum aftur síðdegis í dag, „en það verður ekkert í líkingu við hamaganginn í fyrrinótt,“ segir Brynhild. Færeyingar hafa ekki kynnst öðru eins veðri síðan 1988. Veðurfræðingar segja vindstyrkinn ekki orðið jafn mikinn núna, „en vegna þess að vindáttin var önnur þá fann fólk meira fyrir veðrinu núna,“ segir Brynhild, sem býr í Þórshöfn þar sem veðurofsinn náði hámarki um og upp úr miðnætti. „Ég bý á stað í miðri Þórshöfn þar sem venjulega er gott skjól en hviðurnar voru samt alveg hræðilegar,“ segir hún. Gríðarlegt tjón varð á eignum nánast alls staðar á eyjunum, en einna mest varð tjónið sunnan til, í Skúfey og á Þvereyri. Þök fuku af húsum og dæmi eru um að hús hafi fokið í heilu lagi, tré rifnuðu upp og skip og bátar slitnuðu frá bryggjum. Við Skálafjörð slitnuðu þrjú skip upp og rak yfir fjörðinn þar sem þau höfnuðu í fjörunni. Mjóu munaði á Þvereyri þar sem íbúum á elliheimili var bjargað á síðustu stundu. Rétt í þann mund sem síðustu íbúarnir voru komnir út í bifreið fauk þakið af elliheimilinu og stuttu síðar féllu veggir niður. „Við erum með öflugt og fjölmennt lið sjálfboðaliða í björgunarstörfum, og svo var fullmannað í slökkviliði og lögreglu alls staðar. Þegar tilkynningar bárust fóru menn út í þetta kolbrjálaða rok að bjarga því sem bjargað varð,“ segir Brynhild. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast Sjá meira
„Það var hreint kraftaverk að ekki fór verr,“ segir Brynhild Thomsen, ritstjóri á færeyska dagblaðinu Dimmalætting, um tjónið af fárviðrinu sem gekk yfir eyjarnar í fyrrinótt. „Það sem fyrst og fremst bjargaði okkur voru þær nákvæmu veðurspár sem veittu okkur upplýsingar um það sem í vændum var. Það var til dæmis búið að stimpla það vel inn í okkur að taka burt allt lauslegt sem hefði getað fokið og valdið ómældu tjóni.“ Fárviðrið skall á syðst á eyjunum strax um klukkan hálfníu á fimmtudagskvöld, færðist síðan hægt norðvestur yfir og mældist í hviðum vel yfir 50 metrar á sekúndu. Undir morgun var versta veðrið gengið yfir en hvasst var þó áfram fram eftir degi. Veðrið hélt síðan áfram yfir hafið til Noregs þar sem það skall á af fullum þunga í gærkvöld. Í Noregi höfðu menn gefið lægðinni nafnið Berit og áttu von á öllu illu. Búist er við roki í Færeyjum aftur síðdegis í dag, „en það verður ekkert í líkingu við hamaganginn í fyrrinótt,“ segir Brynhild. Færeyingar hafa ekki kynnst öðru eins veðri síðan 1988. Veðurfræðingar segja vindstyrkinn ekki orðið jafn mikinn núna, „en vegna þess að vindáttin var önnur þá fann fólk meira fyrir veðrinu núna,“ segir Brynhild, sem býr í Þórshöfn þar sem veðurofsinn náði hámarki um og upp úr miðnætti. „Ég bý á stað í miðri Þórshöfn þar sem venjulega er gott skjól en hviðurnar voru samt alveg hræðilegar,“ segir hún. Gríðarlegt tjón varð á eignum nánast alls staðar á eyjunum, en einna mest varð tjónið sunnan til, í Skúfey og á Þvereyri. Þök fuku af húsum og dæmi eru um að hús hafi fokið í heilu lagi, tré rifnuðu upp og skip og bátar slitnuðu frá bryggjum. Við Skálafjörð slitnuðu þrjú skip upp og rak yfir fjörðinn þar sem þau höfnuðu í fjörunni. Mjóu munaði á Þvereyri þar sem íbúum á elliheimili var bjargað á síðustu stundu. Rétt í þann mund sem síðustu íbúarnir voru komnir út í bifreið fauk þakið af elliheimilinu og stuttu síðar féllu veggir niður. „Við erum með öflugt og fjölmennt lið sjálfboðaliða í björgunarstörfum, og svo var fullmannað í slökkviliði og lögreglu alls staðar. Þegar tilkynningar bárust fóru menn út í þetta kolbrjálaða rok að bjarga því sem bjargað varð,“ segir Brynhild. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast Sjá meira