Erlent

Tvö lík fundin í tengslum við Craiglistmorðin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan rannsakar Craiglistmálin.
Lögreglan rannsakar Craiglistmálin. mynd/ afp.
Lögreglan hefur fundið tvö lík í tengslum við rannsókn sína á vopnuðu ráni, sem menn eru farnir að kalla Craiglist málið. Grunur leikur á að árásarmaðurinn hafi fundið fórnarlömbin á vefsíðunni Craiglist, mælt sér mót við þau og ráðist svo á þau.

Lögreglan segir að lík sem fannst í grunnri gröf í Akron, sem er nærri Ohio í Bandaríkjunum, í gær geti hugsanlega verið af manni sem heitir Timothy Kern. Vitað er að hann svaraði auglýsingu á vefnum. Annað lík af hvítum karlmanni fannst um 130 kílómetrum frá síðar þennan sama dag. Fyrir utan þessa tvo er vitað að einn annar maður var skotinn til bana eftir að hafa svarað auglýsingu á Craiglist og annar var skotinn en slapp lifandi úr árásinni.

Tveir hafa verið handteknir vegna gruns um að bera ábyrgð á morðunum. Annars vegar er um að ræða háskólanema og hins vegar 52 ára gamlan karlmann.

Craiglist er auglýsingavefur sem nýtur töluverðra vinsælda. Þar geta bæði kynin meðal annars auglýst eftir stefnumótum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×