Söngkonan Christina Aguilera vill meina að bæði hún og fyrrverandi eiginmaður hennar Jordan Bratman hafi átt þátt í að eyðileggja hjónabandið.
„Við áttum bæði tímabil í hjónabandinu þar sem við vorum engir englar. Undir lokin var heimilið farið að minna mig á æskuheimili mitt og ég vildi hlífa barninu okkar við því," segir Aguilera í viðtali við W Magazine, en hún skildi við Bratman fyrir ári og eiga þau saman þriggja ára soninn Max.
Aguilera þurfti að glíma við ofbeldisfullan og drykkjusaman föður í sinni æsku. Söngkonan hefur nú fundið hamingjuna á ný með framleiðandanum Matt Rutler.
Engir englar
