Banna auglýsingar gegn áti á hvalkjöti 17. júní 2011 09:00 Skiltin í Leifsstöð eru talin stangast á við stefnu Isavia. Mynd/Isavia Isavia hefur farið fram á að Alþjóða dýraverndunarsamtök og Samtök hvalaskoðunarfélaga endurskoði auglýsingar sínar í Leifsstöð, ellegar verði þær fjarlægðar. Auglýsingarnar eru liður í átaki gegn neyslu á hvalkjöti og beint að ferðamönnum. Auglýsingarnar hafa hangið uppi frá mánaðamótum og voru samþykktar af markaðsdeild Isavia án nokkurra vandkvæða þegar þær voru settar upp, en samtökin voru með samning við Leifsstöð út sumarið. Sigursteinn Másson, talsmaður dýraverndunarsamtakanna, segist ekki trúa því að Isavia ætli sér að taka niður umsamdar auglýsingar vegna þess að þeim líki persónulega ekki boðskapurinn. „Það væri mjög alvarleg ritskoðun ef þeir munu fara í það að rífa niður samþykktar auglýsingar," segir Sigursteinn. „Þetta er mjög merkilegt. Mér finnst þetta lýsa sérstakri viðkvæmni hjá fyrirtækinu." Sigursteinn fékk símhringingu frá Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Isavia í gærmorgun, þar sem hann lagði til að Isavia færi í það með samtökunum að endurskoða auglýsingarnar, ellegar yrðu þær teknar niður. Hann segir samtökin aldrei hafa lent í neinu þessu líku. Hann færði lítil rök fyrir því, að sögn Sigursteins, sem óskaði eftir skriflegri umsögn. „En ég vil trúa því að tjáningarfrelsi og virðing gagnvart samningum sé aðeins meira virði heldur en þetta," segir Sigursteinn. „Við stöndum við samninginn og við gerum kröfu um að Leifsstöð geri slíkt hið sama." Gunnar Bergmann, formaður hrefnuveiðimanna, kvartaði vegna auglýsinganna til forsvarsmanna Isavia. Hann er mjög ósáttur við birtingarnar og segir þær áróður gegn hvalveiðum. „Það er til skammar fyrir ferðaþjónustuna að vera að ráðast með þessum hætti á eina atvinnugrein," segir Gunnar. „Menn ættu frekar að starfa saman með einhverjum hætti." Gunnar segir það rangt að birta auglýsingarnar í Leifsstöð sem er opinber bygging. Hann segist hafa fengið mörg símtöl þar sem fólk lýsir yfir hneykslun sinni á auglýsingunum. „Hvalveiðar hafa ekki skaðað ferðaþjónustuna með neinum hætti að mínu mati," segir hann. „Til að mynda hafa aldrei fleiri veitingahús boðið upp á hvalkjöt en nú í sumar og kúnnahópurinn er ferðamenn." Friðþór Eydal, starfandi upplýsingafulltrúi Isavia, segir fyrirtækið hafa endurskoðað afstöðu sína til umræddrar auglýsingar og telur að efni hennar stangist á við stefnu fyrirtækisins í auglýsingamiðlun. „Félagið hefur óskað eftir að auglýsingin verði fjarlægð eða henni breytt á ásættanlegan hátt," segir Friðþór. „Það liggur ekki fyrir hvenær en skiltin verða fjarlægð ef ekkert verður að gert." sunna@frettabladid.is Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Isavia hefur farið fram á að Alþjóða dýraverndunarsamtök og Samtök hvalaskoðunarfélaga endurskoði auglýsingar sínar í Leifsstöð, ellegar verði þær fjarlægðar. Auglýsingarnar eru liður í átaki gegn neyslu á hvalkjöti og beint að ferðamönnum. Auglýsingarnar hafa hangið uppi frá mánaðamótum og voru samþykktar af markaðsdeild Isavia án nokkurra vandkvæða þegar þær voru settar upp, en samtökin voru með samning við Leifsstöð út sumarið. Sigursteinn Másson, talsmaður dýraverndunarsamtakanna, segist ekki trúa því að Isavia ætli sér að taka niður umsamdar auglýsingar vegna þess að þeim líki persónulega ekki boðskapurinn. „Það væri mjög alvarleg ritskoðun ef þeir munu fara í það að rífa niður samþykktar auglýsingar," segir Sigursteinn. „Þetta er mjög merkilegt. Mér finnst þetta lýsa sérstakri viðkvæmni hjá fyrirtækinu." Sigursteinn fékk símhringingu frá Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Isavia í gærmorgun, þar sem hann lagði til að Isavia færi í það með samtökunum að endurskoða auglýsingarnar, ellegar yrðu þær teknar niður. Hann segir samtökin aldrei hafa lent í neinu þessu líku. Hann færði lítil rök fyrir því, að sögn Sigursteins, sem óskaði eftir skriflegri umsögn. „En ég vil trúa því að tjáningarfrelsi og virðing gagnvart samningum sé aðeins meira virði heldur en þetta," segir Sigursteinn. „Við stöndum við samninginn og við gerum kröfu um að Leifsstöð geri slíkt hið sama." Gunnar Bergmann, formaður hrefnuveiðimanna, kvartaði vegna auglýsinganna til forsvarsmanna Isavia. Hann er mjög ósáttur við birtingarnar og segir þær áróður gegn hvalveiðum. „Það er til skammar fyrir ferðaþjónustuna að vera að ráðast með þessum hætti á eina atvinnugrein," segir Gunnar. „Menn ættu frekar að starfa saman með einhverjum hætti." Gunnar segir það rangt að birta auglýsingarnar í Leifsstöð sem er opinber bygging. Hann segist hafa fengið mörg símtöl þar sem fólk lýsir yfir hneykslun sinni á auglýsingunum. „Hvalveiðar hafa ekki skaðað ferðaþjónustuna með neinum hætti að mínu mati," segir hann. „Til að mynda hafa aldrei fleiri veitingahús boðið upp á hvalkjöt en nú í sumar og kúnnahópurinn er ferðamenn." Friðþór Eydal, starfandi upplýsingafulltrúi Isavia, segir fyrirtækið hafa endurskoðað afstöðu sína til umræddrar auglýsingar og telur að efni hennar stangist á við stefnu fyrirtækisins í auglýsingamiðlun. „Félagið hefur óskað eftir að auglýsingin verði fjarlægð eða henni breytt á ásættanlegan hátt," segir Friðþór. „Það liggur ekki fyrir hvenær en skiltin verða fjarlægð ef ekkert verður að gert." sunna@frettabladid.is
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira