Fótbolti

Fær Rooney boltann í þetta skiptið ef hann skorar þrennu?

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
"Nei kallinn minn, ég  vil eiga þetta," sagði Frank de Bleeckere við Rooney.
"Nei kallinn minn, ég vil eiga þetta," sagði Frank de Bleeckere við Rooney. Nordicphotos/Getty Images
Wayne Rooney verður í eldlínunni gegn Bayern Munchen á morgun í Meistaradeild Evrópu. Þar mætir hann meðal annars belgíska dómaranum Frank de Bleeckere en þeir tveir eiga sér skemmtilega forsögu.

Árið er 2006 og Rooney er að hefja ferilinn hjá United. Hann skorar sína fyrstu þrennu í Meistaradeildinni í 6-2 bursti gegn Fenerbahce. Eins og venja er eftir að leikmenn skora þrennur leitaðist Rooney eftir boltanum sem notaður var í leiknum, spenntur eftir sína fyrstu þrennu í Meistaradeildinni.

Svar de Bleeckere? „Nei vinur, þennan bolta á ég."

Sir Alex Ferguson kom stráksa til bjargar og eftir að hafa spjallað við dómarann færðist bros á Rooney á nýjan leik. „Ég trúði þessu ekki. Stjórinn sagði „Ha? Ég læt þetta ekki viðgangast," og fór til dómarans.

„Það næsta sem ég veit er að hann kemur til baka með boltann. Ég var honum mjög þakklátur," sagði Rooney.

Ekki er hægt að veðja á að Rooney skori ekki þrennu á morgun, hann hefur verið jafn heitur og eldgosið á Fimmvörðuhálsi í vetur. Spurningin er hvernig Frank de Bleeckere bregst við ef það gerist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×