Enski boltinn

Chelsea varð að sætta sig við jafntefli gegn Hull

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld.

Forysta Chelsea í ensku úrvalsdeildinni er aðeins tvö stig eftir leik Hull og Chelsea í kvöld. Honum lyktaði með jafntefli, 1-1.

Steven Mouyokolo kom Hull yfir á 30. mínútu en Didier Drogba jafnaði metin með marki beint úr aukaspyrnu skömmu fyrir hlé.

Man. Utd og Chelsea hafa nú leikið jafnmarga leiki í deildinni og munurinn á liðunum eins og áður segir tvö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×