Enski boltinn

Liverpool vildi ekki Dalglish sem stjóra

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Liverpool-goðsögnin Kenny Dalglish hefur viðurkennt áhuga sinn á að taka við Liverpool þegar Rafa Benitez hætti með liðið. Liverpool ákvað samt að ráða Roy Hodgson.

Dalglish stýrði Liverpool á árunum 1985-91 og var stjóri er Liverpool vann deildina síðast.

Hinn 59 ára gamli Dalglish var á því að það hefði verið rétt hjá Rafa að hætta á þessum tímapunkti. Hann bauð síðan fram þjónustu sína en var hafnað.

"Þegar var ljóst að Rafa myndi fara bað Christian Purslow mig um að hjálpa til við að finna nýjan stjóra. Ég lét hann og stjórnina þá vita að ég hefði sjálfur áhuga á starfinu. Ég vildi ekki missa af þessu tækifæri," segir Dalglish í nýrri bók sem hann var að gefa út.

"Þeir sögðust ekki vilja fá mig. Það er þeirra réttur. Þeir sögðust líka vera með annað hlutverki í huga handa mér."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×