Enski boltinn

Meireles ætlar að vinna titla með Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Portúgalski landsliðsmaðurinn Raul Meireles segist vera kominn til Liverpool til þess að vinna titla. Leikmaðurinn kom frá Porto á 11,5 milljónir punda.

Meireles spilaði sinn fyrsta leik fyrir Liverpool um síðustu helgi er hann kom af bekknum í markalausu jafntefli gegn Birmingham.

"Ég spilaði einu sinni á Anfield með Porto og tapaði 4-1. Það sem stendur upp úr í minningunni er hversu frábæri stuðningsmennirnir voru. Það segja allir í Portúgal að stuðningsmenn Liverpool séu þeir bestu á Englandi," sagði Meireles sem er byrjaður að safna punktum hjá stuðningsmönnunum.

"Ég hef einnig spilað á útivelli gegn Chelsea og Man. Utd en stuðningsmennirnir þar eru ekki eins öflugir og hjá Liverpool. Ég get ekki beðið eftir að spila á Anfield sem leikmaður Liverpool.

"Ég vil vinna titla með félaginu. Ég vann marga titla með Porto og vil halda því áfram. Ég tel okkur eiga möguleika á því enda með mjög sterkan hóp," sagði Portúgalinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×