Sveppi rakar inn seðlum 15. september 2010 06:00 Ótrúlegar vinsældir Sverrir Þór, Sveppi, er vinsælasta barnastjarna landsins. Ótvíræð sönnun þess eru ellefu þúsund gestir um frumsýningarhelgi Algjörs Sveppa og dularfulla hótelherbergisins með Sveppa, Góa og Villa í aðalhlutverkum og Braga Hinrikssyni við stjórnvölinn.Fréttablaðið/Stefán Sverrir Þór Sverrisson er vinsælasta barnastjarna landsins. Það sannaðist rækilega um helgina þegar ellefu þúsund manns borguðu sig inn til að sjá Algjöran Sveppa og dularfulla hótelherbergið í bíó. Það þýðir að minnst tíu milljónir skiluðu sér í kassann og líklega talsvert meira. Þetta er þriðja besta frumsýningarhelgi íslenskrar myndar frá því að formlegar mælingar hófust; aðeins Mýrin og Bjarnfreðarson hafa trekkt fleiri að. Sveppi bætir við sig frá fyrri myndinni; 8.500 sáu hana fyrstu helgina í fyrra og í heild 33 þúsund. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa bolir úr myndinni selst eins og heitar lummur. Jólin koma því snemma hjá Sveppa & co í ár. „Ég ætla ekkert að skipta út Suzuki-bílnum og kaupa mér lúxuskerru. Þetta sýnir bara að við getum búið til bíómyndir sem krakkarnir vilja sjá,“ segir Sverrir Þór í samtali við Fréttablaðið. Hann hefur verið á þönum að undanförnu við að kynna myndina og tók meðal annars á móti árrisulum gestum Sambíóanna um frumsýningarhelgina þegar þeir mættu klukkan tíu til að sjá hetjuna sína að störfum. „Ég varð barn í klukkutíma. Það var allt tryllt fyrir utan, krakkarnir voru svo spenntir. Síðan datt allt í dúnalogn þegar myndin byrjaði en þegar hún var búin varð allt tryllt aftur,“ segir Sverrir sem ætlar að fá þá Villa og Góa með sér um helgina til að taka á móti morgungestunum í bíóunum við Álfabakka. Sveppi segist þegar vera farinn að leggja drög að þriðju myndinni, það hafi einhvern veginn alltaf legið fyrir. „Upphaflega vildi ég hafa kvikmyndagerðina eins auðvelda og hægt var. En síðan áttar maður sig á því að maður getur ekki annað en vandað sig. Krakkar eru nefnilega hörðustu gagnrýnendurnir sem maður fær og þeir eru fljótir að yfirgefa mann ef manni mistekst að halda athygli þeirra,“ segir Sverrir. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson er vinsælasta barnastjarna landsins. Það sannaðist rækilega um helgina þegar ellefu þúsund manns borguðu sig inn til að sjá Algjöran Sveppa og dularfulla hótelherbergið í bíó. Það þýðir að minnst tíu milljónir skiluðu sér í kassann og líklega talsvert meira. Þetta er þriðja besta frumsýningarhelgi íslenskrar myndar frá því að formlegar mælingar hófust; aðeins Mýrin og Bjarnfreðarson hafa trekkt fleiri að. Sveppi bætir við sig frá fyrri myndinni; 8.500 sáu hana fyrstu helgina í fyrra og í heild 33 þúsund. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa bolir úr myndinni selst eins og heitar lummur. Jólin koma því snemma hjá Sveppa & co í ár. „Ég ætla ekkert að skipta út Suzuki-bílnum og kaupa mér lúxuskerru. Þetta sýnir bara að við getum búið til bíómyndir sem krakkarnir vilja sjá,“ segir Sverrir Þór í samtali við Fréttablaðið. Hann hefur verið á þönum að undanförnu við að kynna myndina og tók meðal annars á móti árrisulum gestum Sambíóanna um frumsýningarhelgina þegar þeir mættu klukkan tíu til að sjá hetjuna sína að störfum. „Ég varð barn í klukkutíma. Það var allt tryllt fyrir utan, krakkarnir voru svo spenntir. Síðan datt allt í dúnalogn þegar myndin byrjaði en þegar hún var búin varð allt tryllt aftur,“ segir Sverrir sem ætlar að fá þá Villa og Góa með sér um helgina til að taka á móti morgungestunum í bíóunum við Álfabakka. Sveppi segist þegar vera farinn að leggja drög að þriðju myndinni, það hafi einhvern veginn alltaf legið fyrir. „Upphaflega vildi ég hafa kvikmyndagerðina eins auðvelda og hægt var. En síðan áttar maður sig á því að maður getur ekki annað en vandað sig. Krakkar eru nefnilega hörðustu gagnrýnendurnir sem maður fær og þeir eru fljótir að yfirgefa mann ef manni mistekst að halda athygli þeirra,“ segir Sverrir. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira