Sveppi rakar inn seðlum 15. september 2010 06:00 Ótrúlegar vinsældir Sverrir Þór, Sveppi, er vinsælasta barnastjarna landsins. Ótvíræð sönnun þess eru ellefu þúsund gestir um frumsýningarhelgi Algjörs Sveppa og dularfulla hótelherbergisins með Sveppa, Góa og Villa í aðalhlutverkum og Braga Hinrikssyni við stjórnvölinn.Fréttablaðið/Stefán Sverrir Þór Sverrisson er vinsælasta barnastjarna landsins. Það sannaðist rækilega um helgina þegar ellefu þúsund manns borguðu sig inn til að sjá Algjöran Sveppa og dularfulla hótelherbergið í bíó. Það þýðir að minnst tíu milljónir skiluðu sér í kassann og líklega talsvert meira. Þetta er þriðja besta frumsýningarhelgi íslenskrar myndar frá því að formlegar mælingar hófust; aðeins Mýrin og Bjarnfreðarson hafa trekkt fleiri að. Sveppi bætir við sig frá fyrri myndinni; 8.500 sáu hana fyrstu helgina í fyrra og í heild 33 þúsund. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa bolir úr myndinni selst eins og heitar lummur. Jólin koma því snemma hjá Sveppa & co í ár. „Ég ætla ekkert að skipta út Suzuki-bílnum og kaupa mér lúxuskerru. Þetta sýnir bara að við getum búið til bíómyndir sem krakkarnir vilja sjá,“ segir Sverrir Þór í samtali við Fréttablaðið. Hann hefur verið á þönum að undanförnu við að kynna myndina og tók meðal annars á móti árrisulum gestum Sambíóanna um frumsýningarhelgina þegar þeir mættu klukkan tíu til að sjá hetjuna sína að störfum. „Ég varð barn í klukkutíma. Það var allt tryllt fyrir utan, krakkarnir voru svo spenntir. Síðan datt allt í dúnalogn þegar myndin byrjaði en þegar hún var búin varð allt tryllt aftur,“ segir Sverrir sem ætlar að fá þá Villa og Góa með sér um helgina til að taka á móti morgungestunum í bíóunum við Álfabakka. Sveppi segist þegar vera farinn að leggja drög að þriðju myndinni, það hafi einhvern veginn alltaf legið fyrir. „Upphaflega vildi ég hafa kvikmyndagerðina eins auðvelda og hægt var. En síðan áttar maður sig á því að maður getur ekki annað en vandað sig. Krakkar eru nefnilega hörðustu gagnrýnendurnir sem maður fær og þeir eru fljótir að yfirgefa mann ef manni mistekst að halda athygli þeirra,“ segir Sverrir. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson er vinsælasta barnastjarna landsins. Það sannaðist rækilega um helgina þegar ellefu þúsund manns borguðu sig inn til að sjá Algjöran Sveppa og dularfulla hótelherbergið í bíó. Það þýðir að minnst tíu milljónir skiluðu sér í kassann og líklega talsvert meira. Þetta er þriðja besta frumsýningarhelgi íslenskrar myndar frá því að formlegar mælingar hófust; aðeins Mýrin og Bjarnfreðarson hafa trekkt fleiri að. Sveppi bætir við sig frá fyrri myndinni; 8.500 sáu hana fyrstu helgina í fyrra og í heild 33 þúsund. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa bolir úr myndinni selst eins og heitar lummur. Jólin koma því snemma hjá Sveppa & co í ár. „Ég ætla ekkert að skipta út Suzuki-bílnum og kaupa mér lúxuskerru. Þetta sýnir bara að við getum búið til bíómyndir sem krakkarnir vilja sjá,“ segir Sverrir Þór í samtali við Fréttablaðið. Hann hefur verið á þönum að undanförnu við að kynna myndina og tók meðal annars á móti árrisulum gestum Sambíóanna um frumsýningarhelgina þegar þeir mættu klukkan tíu til að sjá hetjuna sína að störfum. „Ég varð barn í klukkutíma. Það var allt tryllt fyrir utan, krakkarnir voru svo spenntir. Síðan datt allt í dúnalogn þegar myndin byrjaði en þegar hún var búin varð allt tryllt aftur,“ segir Sverrir sem ætlar að fá þá Villa og Góa með sér um helgina til að taka á móti morgungestunum í bíóunum við Álfabakka. Sveppi segist þegar vera farinn að leggja drög að þriðju myndinni, það hafi einhvern veginn alltaf legið fyrir. „Upphaflega vildi ég hafa kvikmyndagerðina eins auðvelda og hægt var. En síðan áttar maður sig á því að maður getur ekki annað en vandað sig. Krakkar eru nefnilega hörðustu gagnrýnendurnir sem maður fær og þeir eru fljótir að yfirgefa mann ef manni mistekst að halda athygli þeirra,“ segir Sverrir. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Sjá meira