Lífið

Mel Gibson í The Hangover 2

Mel Gibson. MYND/Cover Media
Mel Gibson. MYND/Cover Media

Leikarinn Mel Gibson hefur landað hlutverki í væntanlegri kvikmynd The Hangover 2. Sagan segir að Mel vonar að almenningsálitið lagist í kjölfarið líkt og hjá Mike Tyson eftir að hann birtist í kvikmyndinni The Hangover sem hann sjálfur.

Mel hefur átt erfitt undanfarið þegar kemur að ástarmálum hans en hann skildi nýverið við rússnesku söngkonuna Oksönu Grigorieva sem fæddi honum dótturina, Luciu, fyrir ellefu mánuðum.

Söngkonan heldur því fram að Mel hafi beitt hana líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hún hefur kært Mel fyrir að kýla sig í andlitið með þeim afleiðingum að tönn losnaði en hann neitar því staðfastlega.

Í kjölfarið á skilnaðinum sem allur heimurinn fylgdist með hætti umboðsmaður Mel til margra ára að starfa fyrir hann.

Nú er Mel staðráðinn í að láta hlutina ganga upp og vonast til að hlutverk hans sem húðflúrmeistari í kvikmyndinni The Hangover 2 hjálpi honum hvað það varðar.

Stjörnumerkjapælingar og spár á Lífinu á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.