Enski boltinn

Stuðningsmenn Plymouth ætla að borga laun starfsmanna félagsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Árnason í landsleik.
Kári Árnason í landsleik. Mynd/Nordic Photos/Getty

Hundruðir stuðningsmanna enska c-deildarliðsins Plymouth Argyle hafa tekið sig til og lagt til pening í söfnun svo hægt sér að borga starfsmönnum félagsins laun fyrir hátíðirnar.

Sumir borga tíu pund en aðrir hundrað pund en frábær viðbrögð við beiðni ársmiðahafans og stuðningsmannasíðuhaldarans Ian Newell hafa vakið mikla athygli í Englandi í dag

Kári Árnason leikur eins og kunnugt er með Plymouth-liðinu en félagið er í miklum fjárhagskröggum og er talið skulda um níu milljónir punda. Félagið þarf að greiða skattaskuld upp á 760 þúsund pund fyrir 9. febrúar ef það ætlar að sleppa við gjaldþrotameðferð.

Leikmannasamtökin eru tilbúin að lána Plymouth fyrir launum leikmanna en þá vantar að borga öllum öðrum starfsmönnum. Stuðningsmennirnir höfðu náð að safna um 2000 þúsund pundum í morgun.

Starfsmenn hafa ekki fengið öll laun sín borguð fyrir nóvember og það voru ekki miklar líkur á því að þeir fengju desember-launin sín heldur en framtak stuðningsmanna Plymouth ættu að tryggja þeim öllum hátíðleg jól.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×