Brasilíumenn kvöddu Suður-Afríku með tárum Hjalti Þór Hreinsson skrifar 3. júlí 2010 06:30 AFP Brasilíumenn voru slegnir eftir tapið gegn Hollandi í gær. Brassar sýndu frábæra takta í fyrri hálfleik og spiluðu sem heimsmeistarar væru. Sýndu sambatakta og voru óheppnir að skora ekki meira en eitt mark í fyrri hálfleiknum. Robinho kom þeim yfir eftir aðeins tíu mínútna leik. Þrátt fyrir fjölmörg tækifæri, þar sem Maarten Stekelenburg varði meðal annars stórkostlega, náðu Brassar ekki að bæta við. Og það reyndist þeim dýrkeypt. Felipe Melo var skúrkurinn, hann byrjaði á því að skora sjálfsmark eftir fyrirgjöf frá Wesley Sneijder sem jafnaði leikinn fyrir Holland. Næst átti hann að dekka Sneijder í horni þar sem Hollendingurinn stangaði boltann inn eftir flotta útfærslu. Hann kórónaði svo ömurlegan leik sinn með því að traðka viljandi á Arjen Robben og fékk fyrir vikið rautt spjald. Hollendingar voru miklu betri í seinni hálfleiknum og áttu sigurinn skilinn. Brassarnir voru heillum horfnir og voru aldrei nálægt því að jafna leikinn. Sneijder var ánægður með baráttuna í Hollendingum. „Í hálfleiknum sögðum við allir við hver annan að við ætluðum að gefa algjörlega allt í leikinn, og það gerðum við. Við börðumst fyrir hver annan," sagði Sneijder. „Í seinni hálfleiknum settum við pressu á Brasilíumenn og að skora tvisvar var algjörlega frábært. Við erum komnir í fjögurra liða úrslit. Það er ekki annað hægt en að vera ánægður en á næstu dögum þurfum við að koma okkur niður á jörðina," sagði markaskorarinn Sneijder. Dunga viðurkennir að Brasilíumenn séu slegnir yfir tapinu. „Við erum allir gríðarlega svekktir og við bjuggumst ekki við þessu. Við náðum ekki að halda sama góða leik í seinni hálfleik eins og þeim fyrri," sagði Dunga sem er nú samningslaus og mun að öllum líkindum hætta með liðið. Julio Cesar markmaður var tárvotur í viðtali eftir leikinn. „Þetta er enginn heimsendir. Núna verðum við bara að halda haus. Pressan í Brasilíu var mikil og enginn bjóst við þessum úrslitum," sagði Cesar en margir leikmenn liðsins brustu í grát á vellinum. Bert van Marwijk, þjálfari Hollands, sagði að liðið hefði getað tapað leiknum á fyrstu fimmtán mínútunum. „Í hálfleik sagði ég við þá að þeir yrðu bara að spila sinn leik. Við urðum svo bara betri og betri eftir að við jöfnuðum," sagði þjálfarinn og sagði svo að Melo myndi skammast sín fyrir frammistöðuna. HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjá meira
Brasilíumenn voru slegnir eftir tapið gegn Hollandi í gær. Brassar sýndu frábæra takta í fyrri hálfleik og spiluðu sem heimsmeistarar væru. Sýndu sambatakta og voru óheppnir að skora ekki meira en eitt mark í fyrri hálfleiknum. Robinho kom þeim yfir eftir aðeins tíu mínútna leik. Þrátt fyrir fjölmörg tækifæri, þar sem Maarten Stekelenburg varði meðal annars stórkostlega, náðu Brassar ekki að bæta við. Og það reyndist þeim dýrkeypt. Felipe Melo var skúrkurinn, hann byrjaði á því að skora sjálfsmark eftir fyrirgjöf frá Wesley Sneijder sem jafnaði leikinn fyrir Holland. Næst átti hann að dekka Sneijder í horni þar sem Hollendingurinn stangaði boltann inn eftir flotta útfærslu. Hann kórónaði svo ömurlegan leik sinn með því að traðka viljandi á Arjen Robben og fékk fyrir vikið rautt spjald. Hollendingar voru miklu betri í seinni hálfleiknum og áttu sigurinn skilinn. Brassarnir voru heillum horfnir og voru aldrei nálægt því að jafna leikinn. Sneijder var ánægður með baráttuna í Hollendingum. „Í hálfleiknum sögðum við allir við hver annan að við ætluðum að gefa algjörlega allt í leikinn, og það gerðum við. Við börðumst fyrir hver annan," sagði Sneijder. „Í seinni hálfleiknum settum við pressu á Brasilíumenn og að skora tvisvar var algjörlega frábært. Við erum komnir í fjögurra liða úrslit. Það er ekki annað hægt en að vera ánægður en á næstu dögum þurfum við að koma okkur niður á jörðina," sagði markaskorarinn Sneijder. Dunga viðurkennir að Brasilíumenn séu slegnir yfir tapinu. „Við erum allir gríðarlega svekktir og við bjuggumst ekki við þessu. Við náðum ekki að halda sama góða leik í seinni hálfleik eins og þeim fyrri," sagði Dunga sem er nú samningslaus og mun að öllum líkindum hætta með liðið. Julio Cesar markmaður var tárvotur í viðtali eftir leikinn. „Þetta er enginn heimsendir. Núna verðum við bara að halda haus. Pressan í Brasilíu var mikil og enginn bjóst við þessum úrslitum," sagði Cesar en margir leikmenn liðsins brustu í grát á vellinum. Bert van Marwijk, þjálfari Hollands, sagði að liðið hefði getað tapað leiknum á fyrstu fimmtán mínútunum. „Í hálfleik sagði ég við þá að þeir yrðu bara að spila sinn leik. Við urðum svo bara betri og betri eftir að við jöfnuðum," sagði þjálfarinn og sagði svo að Melo myndi skammast sín fyrir frammistöðuna.
HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjá meira