Enski boltinn

Aron með mark og stoðsendingu í sigri Coventry í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. Mynd/GettyImages

Aron Einar Gunnarsson var maðurinn á bak við 2-1 sigur Coventry City í ensku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Aron Einar skoraði fyrra markið í upphafi leiks og lagði upp sigurmarkið undir lokin.

Aron Einar var að skora í öðrum leiknum í röð en hann skoraði einnig í tapi á móti Preston North End um síðustu helgi. Aron Einar hefur skorað þrjú mörk í ensku-deildinni á þessu tímabili.

Aron Einar kom Coventry í 1-0 á 2. mínútu eftir að hann slapp einn í gegn og skoraði af stuttu færi. Doncaster Rovers náði að jafna leikinn rétt fyrir hálfleik og þannig var staðan fram á 86. mínútu leiksins.

Aron Einar braust þá upp hægri kantinn, stóð af sér tæklingu og átti glæsilega fyrirgjöf á varamanninn Gary McSheffrey sem skoraði með skalla og tryggði Coventry sigurinn.

Coventry City er í 9. sæti deildarinnar með 14 stig úr 9 leikjum en það eru aðeins þrjú stig upp í 2. sætið.

Heiðar Helguson lék allan leikinn í markalausu jafntefli nágrannaliðanna Queens Park Rangers og Millwall og fékk gult spjald. QPR er með 6 stiga forskot á toppnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×