Fótbolti

Maradona lætur gott af sér leiða í Moskvu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hundruðir aðdáenda Diego Maradona voru mættir ofan á þak verslunarmiðstöðvar í Moskvu í gær þar sem sjálfur Maradona var mættur til þess að safna fé fyrir gott málefni.

Maradona átti að taka tíu vítaspyrnur og í hvert skipti sem hann skoraði safnaði hann fé fyrir gott málefni. Það var enginn í markinu heldur átti hann að hitta í göt sem gáfu misháaan pening.

Allt varð vitlaust er hann mætti á svæðið. Kallinn var fljótur að minna viðstadda á að hann væri ekki lengur tvítugur heldur fimmtugur.

Maradona sýndi að keppnisskapið er ekki farið hjá honum er hann hitti á staðinn sem gaf mestan pening eða 300 þúsund dollara. Þá fagnaði hann líkt og óður væri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×