Enski boltinn

Jovanovic lofar að bæta sig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Serbinn Milan Jovanovic segir að Liverpool-stuðningsmenn hafi ekki enn séð hvað í honum býr og hann hefur lofað að bæta sinn leik.

Jovanovic kom frá Standard Liege í sumar og hefur spilað ágætlega í upphafi leiktíðar.

"Ég er mjög jákvæður. Ef ég spila illa þá mun ég viðurkenna það og vera fúll. Ég er hjá Liverpool og það þýðir að ég mun alltaf gefa allt sem ég á," sagði Serbinn.

"Ég var ánægður með minn leik gegn Birmingham en ég veit ég get betur. Ég er agaður og er að reyna að skilja félaga mína betur. Ég er ekki kominn í mitt besta form og mun spila enn betur. Ég er viss um að ég eigi eftir að skora og leggja upp mörk í vetur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×