Enski boltinn

Benitez í leikmannaleit

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segist vinna að því hörðum höndum þessa dagana að fá nýja leikmenn til félagsins í mánuðinum.

Meiðsli hafa skaðað Liverpool í vetur og leitt enn betur í ljós hversu lítil breiddin er hjá félaginu. Hermt er að Liverpool sé nú í viðræðum við miðjumanninn Maxi Rodriguez hjá Atletico Madrid sem og við gríska bakvörðinn Vasil Torosidis.

„Við erum að vinna vinnuna okkar á fullu og vonandi getum við gert eitthvað á markaðnum. Það er samt ekki auðvelt að finna góða leikmenn því þeir eru flestir nú þegar á mála hjá toppliðum. Við erum samt að leita að lausnum," sagði Benitez sem er líklega til í að selja Andriy Voronin, Ryan Babel og Andrea Dossena.

Aðrir leikmenn sem hafa verið orðaðir við Liverpool eru Arda Turan, miðjumaður hjá Galatasaray, Milan Jovanovic hjá Standard Liege, Ivan Gonzalez, varnarmaður Malaga og Victor Moses sem er unglingur á mála hjá Crystal Palace.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×