Fótbolti

Arftaki Páls kolkrabba er franskur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kolkrabbinn Páll.
Kolkrabbinn Páll. Nordic Photos / Bongarts
Sædýrasafnið í Oberhausen í Þýskalandi hefur fundið arftaka kolkrabbans Páls sem dó í síðustu viku. Sá er franskur en hann var veiddur undan ströndum Montpellier í suðurhluta Frakklands.

Páll öðlaðist mikla frægð í sumar er hann spáði réttum úrslitum í öllum sjö leikjum Þjóðverja á HM í Suður-Afríku sem og í úrslitaleiknum á milli Spánverja og Hollendinga.

Hann spáði því einnig að England myndi fá að halda HM árið 2018 en gefið verður út í desember hvar sú keppni verður haldin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×