Enski boltinn

Ræði aldrei einkalíf leikmanna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var fljótur að þagga niður í þeim blaðamönnum sem vildu spyrja hann út í einkalíf Wayne Rooney í dag.

"Við skulum koma því á hreint strax að ég ræði ekki einkalíf leikmanna," sagði Ferguson beittur og fékk ekki fleiri spurningar um málefnið.

David Moyes, stjóri Everton, var einnig spurður út í einkalíf Rooney en hann vildi ekki svara slíku frekar en Ferguson.

"Ef þið takið ykkur alvarlega sem fótboltablaðamenn þá spyrjið þið ekki slíkra spurninga. Ef þið eruð slúðurblaðamenn þá er eðlilegt að spyrja svona," sagði Moyes.

Rooney snýr aftur á sinn gamla heimavöll á morgun og má búast við miklum látum í stúkunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×