Enski boltinn

Ancelotti neitar að afskrifa Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að Arsenal sé enn með í baráttunni um enska meistaratitilinn enda er félagið aðeins sex stigum á eftir Chelsea.

Arsenal vann mikilvægan sigur gegn Liverpool eftir að hafa tapað gegn bæði Chelsea og Man. Utd. Á sama tíma töpuðu bæði United og Chelsea stigum.

„Hlutirnir geta verið fljótir að breytast í fótbolta og þetta var gott kvöld fyrir Arsenal. Liðið getur komið til baka enda eru sex stig ekki mikið," sagði Ancelotti.

„Ég held að úrslitin í deildinni muni ekki ráðast fyrr en á lokadeginum. Þetta verður langt kapphlaup."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×