Fótbolti

Áhorf á úrslitaleik MLS-deildarinnar hrundi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/AP
Næstum helmingi færri sjónvarpsáhorfendur fylgdust með úrslitaleik MLS-deildarinnar í ár en í fyrra en Colorado Rapids varð um helgina meistari eftir sigur á FC Dallas í framlengdum úrslitaleik, 2-1.

Alls hrundi áhorfið um 44 prósent frá síðasta ári er Real Salt Lake vann sigur á LA Galaxí í vítspyrnukeppni.

Þetta er reyndar minnsta áhorf á úrslitaleikinn síðan að mælingar hófust árið 1999.

Líklega hafði eitthvað að segja að Philadelphia Eagles og New York Giants áttust við á sama tíma í NFL-deildinni um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×