Fótbolti

Þjálfarar Japans og Suður-Kóreu hættir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Takeshi Okada, landsliðsþjálfari Japans, á blaðamannafundi í Osaka í gær. Liðinu var vel tekið við heimkomuna.
Takeshi Okada, landsliðsþjálfari Japans, á blaðamannafundi í Osaka í gær. Liðinu var vel tekið við heimkomuna. Nordic Photos / Getty Images

Landsliðsþjálfarar Suður-Kóreu og Japan eru hættir eftir að bæði lið féllu úr leik í 16-liða úrslitum HM í Suður-Afríku.

Suður-Kórea tapaði fyrir Úrúgvæ, 2-1, og hefur Huh Jung-moo staðfest að hann ætlar ekki að halda áfram með liðið.

„Ég ávað að sækjast ekki eftir því að halda áfram með liðið. Þetta er ekki uppsögn enda rann samningurinn minn út í enda júní," sagði Huh.

Japaninn Takeshi Okada hefur ákveðið að taka sér einfaldlega frí frá knattspyrnunni. „Ég vil komast í burtu frá fóboltanum. Ég tel að ég muni ekki starfa aftur með þessum leikmönnum. Ég óska þeim alls hins besta í framtíðinni," sagði Okada.

Japan tapaði fyrir Paragvæ í vítaspyrnukeppni í 16-liða úrslitunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×