Enski boltinn

Gosling spilar ekki aftur fótbolta á þessu ári

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gosling er ekki svona glaður í dag enda spilar hann ekki aftur fótbolta fyrr en 2011.
Gosling er ekki svona glaður í dag enda spilar hann ekki aftur fótbolta fyrr en 2011.

Miðjumaðurinn Dan Gosling hjá Everton spilar ekki fótbolta næstu níu mánuði. Hann sleit krossbönd í hné á laugardag eftir samstuð við Marcus Hahnemann, markvörð Wolves.

Liðin gerðu markalaust jafntefli en atvikið átti sér stað undir lok leiksins eftir að Gosling hafði komið inn sem varamaður.

Þessi U21-landsliðsmaður Englands hefur leikið sautján leiki fyrir Everton á tímabilinu og skorað þrjú mörk. Gosling skoraði meðal annars eftirminnilegt mark gegn Manchester United fyrr í vetur og er myndin hér til hliðar tekin eftir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×