Enski boltinn

Anderson sleit krossband - ekki meira með United á tímabilinu

Ómar Þorgeirsson skrifar
Anderson labbar af velli í leiknum gegn West Ham.
Anderson labbar af velli í leiknum gegn West Ham. Nordic photos/AFP

Staðfest hefur verið að meiðslin sem Anderson hjá Manchester United varð fyrir í 3-0 sigurleiknum gegn West Ham í vikunni eru mun alvarlegri en fyrst var haldið.

Ljóst er að Anderson sleit krossband í hné og verður því ekkert meira með United á keppnistímabilinu. Anderson hefur átt erfitt uppdráttar hjá United á yfirstandandi keppnistímabili og lent upp á kant við knattspyrnustjórann Sir Alex Ferguson og því ekki fengið mörg tækifæri.

Menn velta því fyrir sér hvort að hinn 21 árs gamli Brasilíumaður sé búinn að leika sinn síðasta leik með United en hann kom til félagsins frá Porto árið 2007 á 18 milljónir punda og hefur aðeins skorað eitt mark í 97 leikjum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×