Erlent

Olli upphlaupi á Torgi hins himneska friðar

Þrettán ára amerískur strákur olli upphlaupi á Torgi hins himneska friðar í Peking í dag þegar hann breiddi út borða þar sem þess var krafist að hlutlausa svæðið á landamærum Norður- og Suður-Kóreu yrði gert að friðargarði.

Lögreglumaður reif borðann úr höndum hans og bannaði nærstöddum að taka myndir. Strákurinn og fjölskylda yfirgáfu svo Kína síðdegis í dag, en ekki er vitað hvort þau voru rekin úr landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×