Enski boltinn

Terry vill niðurlægja Arsenal aftur

Elvar Geir Magnússon skrifar

John Terry, fyrirliði Chelsea, vonast til þess að hans lið nái að endurtaka leikinn frá síðasta tímabili og leggja Arsenal sannfærandi í kvöld. Þegar liðin áttust við síðasta vetur vann Chelsea þægilegan 3-0 sigur.

„Við höfum trú á því að við getum endurtekið leikinn frá síðasta tímabili. Ef við höfum ekki þá trú getum við alveg eins sleppt því að spila þennan leik," segir Terry í viðtali við heimasíðu Chelsea.

„Við þurfum að fara að finna beinu brautina á ný og þarna er kjörið tækifæri til þess. Allir eru rétt stefndir fyrir þennan leik."

Chelsea hefur hrapað úr toppsætinu niður í það fjórða á nokkrum vikum en liðið er nú stigi á eftir Arsenal. „Þeir hafa átt í ákveðnum vandræðum varnarlega og fengið á sig mörk. Með okkar sóknarþunga og sókn getur allt gerst gegn þeim. Við ógnum stöðugt og ef við náum marki snemma og sjálfstraustið kemur getum við endurtekið leikinn frá síðasta tímabili," segir Terry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×