Innlent

Vonbrigði með lagasetninguna

Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Myndin tengist ekki fréttinni beint.

Samtök evrópskra flugumferðarstjóra hafa lýst yfir vonbrigðum með þau áform ríkis­stjórnarinnar að setja lög gegn hugsanlegu verkfalli flugumferðarstjóra. Í bréfi sem samtökin sendu forsætisráðherra er fullyrt að þetta brjóti gegn Evrópusáttmála um mannréttindi og minnt á að verkfallsréttur sé verndaður af alþjóðlegum lögum.

Áform stjórnarinnar séu ekki nokkuð sem búast ætti við af framtíðaraðila Evrópu­sambandsins. - kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×