Enski boltinn

Babel ánægður undir stjórn Hodgson

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Ryan Babel er ánægður með lífið hjá Liverpool undir stjórn Roy Hodgson og er hrifnari af aðferðum hans en forverans Rafa Benitez.

Benitez keypti Babel til Liverpool árið 2007 en leikmaðurinn hefur aldrei náð sér almennilega á strik með félaginu.

Þrátt fyrir það segir Babel að framtíð sín sé hjá Liverpool. „Það pirrar mig ekki þó svo að ég sé reglulega spurður út í framtíð mína. Þau mál eru háð því hvað félagið vill gera," sagði Babel.

„Ég er nú á mínu fjórða tímabili hér og á eitt ár eftir af samningi mínum. Ég myndi vilja vera hér áfram."

„Hlutirnir eru öðruvísi undir stjórn Hodgson. Hann hefur sínar aðferðir og kannski henta þær mér betur," sagði Babel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×