Enski boltinn

Hodgson þögull um Gerrard

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roy Hodgson ræðir við Steven Gerrard.
Roy Hodgson ræðir við Steven Gerrard. Nordic Photos / Getty Images
Roy Hodgson, stjóri Liverpool, vill ekkert gefa upp um hvort að Steven Gerrard muni spila með liðinu þegar það mætir Fulham í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Gerrard hefur verið að glíma við meiðsli í vöðva aftan á læri og er óvíst hvort hann geti spilað um helgina.

Hodgson lét hafa eftir sér fyrir leik Liverpool gegn Utrecht í Evrópudeildinni í vikunni að Fernando Torres myndi vera í byrjunarliði Liverpol.

En hann svo þurfti hann að hætta við eftir að hafa ráðfært sig við lækna og sjúkraþjálfara. Hann hefur því greinilega varann á nú.

„Ég mun ekki koma með neinar stórar yfirlýsingar um neina leikmenn, allavega ekki í náinni framtíð," sagði Hodgson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×