Enski boltinn

Hargreaves ekki í meistaradeildarhópi United

Ómar Þorgeirsson skrifar
Owen Hargreaves.
Owen Hargreaves. Nordic photos/AFP

Endurkoma miðjumannsins Owen Hargreaves virðist ætla að vera þyrnum stráð en búist var við því að hann gæti farið að spila aftur með Manchester United von bráðar.

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá United hefur hins vegar ákveðið að velja Hargreaves ekki í Meistaradeildarhóp sinn og þykir það benda sterklega til þess að leikmanninum sé ekki ætlað mikið hlutverk það sem eftir lifir keppnistímabilsins.

Vonir kappans um að koma sterkur til baka og vinna sér sæti í landsliðshópi Englands fyrir lokakeppni HM næsta sumar virðast jafnframt nú vera í lausu lofti.

Hinn 29 ára gamli Hargreaves kom til United frá Bayern München á 19 milljónir punda 2007 og skrifaði þá undir þriggja ára samning við félagið með möguleikanum á einu ári til viðbótar en forráðamenn United hafa til þessa ekki falast eftir viðræðum um nýjan samning enda leikmaðurinn búinn að vera frá vegna meiðsla í 16 mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×