Enski boltinn

Benitez: Babel getur nú einbeitt sér að fótboltanum

Ómar Þorgeirsson skrifar
Rafa Benitez.
Rafa Benitez. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool hefur enn tröllatrú á því að Ryan Babel geti sýnt hvað í honum býr á þessu tímabili en leikmaðurinn hefur í raun aldrei náð að festa sig almennilega í sessi á Anfield síðan hann kom til félagsins á 11,5 milljónir punda frá Ajax sumarið 2007.

Benitez telur að leikmaðurinn hafi ekki náð að sýna sitt rétta andlit á þessu tímabili vegna stöðugra sögusagna um að hann væri á förum frá félaginu en nú þegar að félagaskiptaglugginn sé lokaður geti hann nú farið að einbeita sér alfarið að fótboltanum.

„Það verður miklu auðveldara fyrir hann því núna getur hann bara einbeitt sér að fótboltanum og það verður líka auðveldara fyrir mig að velja hann í liðið. Ég held að þetta muni hafa góð áhrif á sóknarleik okkar það sem eftir lifir tímabilsins," sagði Benitez á blaðamannafundi í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×