Enski boltinn

Umboðsmaður: Ekkert enn ákveðið með Jovanovic og Liverpool

Ómar Þorgeirsson skrifar
Milan Jovanovic.
Milan Jovanovic. Nordic photos/AFP

Framtíð hins eftirsótta Milan Jovanovic er enn óráðin ef marka má nýlegt viðtal við umboðsmann hans Zoran Stojadinovic í spænskum fjölmiðlum.

Sky Sports fréttastofan greindi frá því í gær að serbneski sóknarmaðurinn væri nálægt því að semja við Liverpool um að ganga í raðir félagsins eftir HM næsta sumar, þegar núgildandi samningur hans við Standard Liege rennur út, en umboðsmaður kappans hefur nú neitað því alfarið.

„Það eru enn margir möguleikar í stöðunni. Það eru fjölmörg félög að fylgjast vel með gangi mála hjá Milan, til að mynda hefur verið mikill áhugi frá félögum á Spáni," segir Stojadinovic í viðtali við Superdeporte.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×