Fótbolti

Tilfinningarnar báru Úrúgvæja ofurliði

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Oscar Tabarez og hans menn í Úrugvæ voru tilfinningaþrungnir í kvöld eftir sigurinn gegn Gana. Diego Forlán gaf viðtal sem enginn skildi og var allt úr samhengi. "Þetta var mjög tilfinningaþrungin stund," sagði þjálfarinn. "Við spiluðum ekki vel en við erum samt komnir áfram. Leikmennirnir sýndu styrk sinn og sterkan liðsanda." "Við höfum lítinn tíma til að undirbúa leikinn gegn Hollandi en við ætlum að vinna hann líka," bætti hann við. Diego Forlán lýsti lokamínútunum svona: "Þegar Gyan skaut í slánna var bara…. svo komu vítin. Þessar tilfinningar eru ótrúlegar. Þær eru út um allt og við unnum," sagði hann og þessi orð eru auðvitað illskiljanleg. "Þetta lið er ótrúlegt, það vinnur svo vel saman og við erum að gera allt og við erum komnir í undanúrslit," bætti hann við, fleiri orðum á tilfinningaþrungri stundum og orðum sem fáir skilja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×