Fótbolti

Rapids meistari í Bandaríkjunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Colorado Rapids varð um helgina bandarískur meistari í knattspyrnu eftir sigur á FC Dallas í úrslitaleik MLS-deildarinnar.

Það var sjálfsmark George John sem tryggði Colorado sigur í framlengdum leik, 2-1. Markið kom á 107. mínútu.

Dallas komst yfir í leiknum með marki David Ferreira sem kjörinn var leikmaður ársins í deildinni. En Conor Casay jafnaði metin fyrir Rapids snemma í síðari hálfleik.

Úrslitaleikurinn fór fram í Toronto í Kanada og var fullt á vellinum eða 21 þúsund manns. Þetta er fyrsti meistaratitill Rapids í sögu félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×