Enski boltinn

Benjani til Sunderland

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sunderland fékk mikinn liðsstyrk í dag þegar enska úrvalsdeildin gaf grænt ljós á að framherjinn Benjani mætti fara að láni til félagsins frá Man. City.

Reynt var að ganga frá félagaskiptunum í gær áður en leikmannamarkaðurinn lokaði en tæknileg vandræði með tölvupósta og föx sáu til þess að málið gekk ekki í gegn á tíma.

Forráðamenn úrvalsdeildarinnar könnuðu aftur á móti málið í dag og þá þótti sannað að félögin hefðu að öllu eðlilega verið búin að skila pappírunum inn á réttum tíma ef ekki hefði verið fyrir hina tæknilegu örðugleika.

Benjani mun spila með Sunderland til loka leiktíðar og félaginu veitir ekki af liðsstyrknum enda hefur liðið ekki unnið í tíu síðustu leikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×