Innlent

Sveppi í skýrslutöku hjá lögreglu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þáttur Sveppa og Audda er sýndur á föstudagskvöldum.
Þáttur Sveppa og Audda er sýndur á föstudagskvöldum.
Lögregla boðaði Sverri Þór Sverrisson, sem er betur þekktur sem Sveppi, til skýrslutöku í dag en á dögunum ók hann bifreið upp Bankastræti og Laugaveg gegn einstefnu. Hann ók auk þess ítrekað upp á gangstétt.

Atvikið var hluti af þætti Audda og Sveppa sem er sendur út á föstudögum. Sveppi játaði brot sitt og má búast við sektum vegna þess. Í tilkynningu sem lögreglan sendir frá sér er bent á þá slysahættu sem í umferðinni er og harmar lögreglan atferlið sem hún segir ábyrgðarlaust.

Í samtali við Vísi segist Sveppi hafa brotið fjögur ákvæði í umferðarlögum. „Maður var ekkert mikið að biðja um leyfi, enda hefði ég ekkert fengið leyfi," segir Sveppi. „Það er gott að þeir eru að vinna vinnuna sína þessir karlar," segir Sveppi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×