Fótbolti

Ráðherra heimtaði fleiri innlenda listamenn á HM

Elvar Geir Magnússon skrifar
Shakira treður upp á tónleikunum.
Shakira treður upp á tónleikunum.

Skipuleggjendur heimsmeistaramótsins í sumar hafa samþykkt að taka inn fleiri Suður-Afríska tónlistarmenn á opnunartónleika hátíðarinnar.

Listamálaráðherra þjóðarinna var æfur þegar gefin var út fréttatilkynning um þá tónlistarmenn sem ættu að troða upp. Alicia Keys, Shakira, Black Eyed Peas og John Legend fara þar fremst í flokki.

Tónleikarnir verða haldnir daginn fyrir opnunarleik keppninnar. „Það átti að nota tækifærið og kynna landið fyrir heiminum á HM. Það er ekkert afrískt við þessa listamenn," sagði ráðherrann æfur.

Mótmæli hans hafa nú skilað árangri og FIFA hefur lofað að endurskipuleggja dagskrána og gera pláss fyrir innlenda tónlistarmenn í Suður-Afríku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×