Umfjöllun: Haukar jöfnuðu með síðustu spyrnu leiksins Hjalti Þór Hreinsson skrifar 31. maí 2010 21:45 Mynd/Pjetur Leikur Stjörnunnar og Hauka var ekki sá skemmtilegasti í sumar, samt sem áður litu fjögur mörk dagsins ljós. Niðurstaðan 2-2 jafntefli í miklum baráttuleik þar sem Haukar jöfnuðu með síðustu spyrnu leiksins. Fyrri hálfleikurinn var að mesti leiti eign heimamanna. Þeir sóttu undan vindinum og héldu boltanum miklu betur innan liðsins og fengu nokkur góð færi til að skora. Þó náðu þeir aðeins að skora einu sinni í hálfleiknum, eftir hornspyrnu komu þeir boltanum í markið eftir mikla baráttu í teignum. Nánast enginn sá hver skoraði markið en það var Tryggvi Sveinn Bjarnason sem skallaði boltann yfir línuna. Það fékkst staðfest frá dómurum leiksins í hálfleik. Jóhann Laxdal var heppinn að fá ekki rautt spjald í fyrri hálfleiknum. Brotið var á honum og hann missti boltann frá sér, hann henti sér á eftir boltanum með tvo fætur á undan sér og fór í Þórhall Dan. Hann fékk aukaspyrnu en Jóhann fékk ekki spjald, ekki einu sinni gult. Mjög umdeilt atvik. Stjarnan var líklegri til að bæta við en Haukar að jafna. Samt sem áður gerðu Haukar einmitt það. Eftir fína sókn átti Jónmundur frábæra sendingu á Hilmar Geir Eiðsson sem setti boltann yfir Magnús í markinu. Vel klárað. Seinni hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað. Haukarnir voru betri til að byrja með en sköpuðu sér fá færi. Sömu sögu er að segja af Stjörnunni sem vann sig betur inn í leikinn eftir því sem leið á. Stjarnan fékk vítaspyrnu 10 mínútum fyrir leikslok. Steinþóri var ýtt af Gunnari Ormslev í teignum og víti dæmt. Þorvaldur skoraði en Daði var nálægt því að verja. Stutt seinna fékk Guðjón Pétur gult spjald fyrir að ýta í samherja sinn hjá Haukum. Allt stefndi í jafntefli þegar Hilmar Geir skoraði aftur, nú eftir sendingu frá Guðmundi Mete en aftur kláraði hann færið sitt einkar vel. Leikurinn var lengst af í járnum, bæði lið áttu ágæta kafla en spiluðu ekkert sérstaklega vel. Mikið var um baráttu og spjöldin flugu nokkur á loft. Skemmtanagildi leiksins var ekki mikið en þó sáust fjögur mörk. Haukar eiga enn eftir að vinna leik í deildinni en náðu í gott stig í kvöld.Stjarnan - Haukar 2-2 1-0 Tryggvi Sveinn Bjarnason (13.) 1-1 Hilmar Geir Eiðsson (40.) 2-1 Þorvaldur Árnason – Víti (81.) 2-2 Hilmar Geir Eiðsson (95.)Áhorfendur: 660Dómari: Örvar Sær Gíslason 4Skot (á mark): 11-9 (6-4)Varin skot: Magnús 1 – Daði 3Horn: 4-5Aukaspyrnur fengnar: 18-17Rangstöður: 3-6Stjarnan 4-5-1 Magnús Karl Björnsson 6 Baldvin Sturluson 6 Daníel Laxdal 5 Tryggvi Sveinn Bjarnason 7 Jóhann Laxdal 5 Steinþór Freyr Þorsteinsson 6 (83. Hilmar Þór Hilmarsson -) Dennis Danry 5 Atli Jóhannsson 5 Þorvaldur Árnason 6 Halldór Orri Björnsson 6 (38. Ólafur Karl Finsen 5) Marel Baldvinsson 4 (79. Ellert Hreinsson -)Haukar (4-5-1): Daði Lárusson 5 Þórhallur Dan Jóhannsson 5 Daníel Einarsson 5 Guðmundur Viðar Mete 7 Gunnar Ormslev Ásgeirsson 4 (84. Jónas Bjarnason -)Hilmar Geir Eiðsson 7* ML Guðjón Pétur Lýðsson 5 Kristján Ómar Björnsson 4 Úlfar Hrafn Pálsson 5 (68. Kristján Óli Sigurðsson 4) Hilmar Trausti Arnarsson 5 (24. Hilmar Rafn Emilsson 4) Jónmundur Grétarsson 5 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Tryggvi: Áttum ekki meira skilið "Þetta er gríðarlega svekkjandi," sagði Tryggvi Sveinn Bjarnason, varnarmaður Stjörnunnar eftir 2-2 jafnteflið við Hauka í kvöld. Tryggi skoraði fyrra mark Stjörnunnar í leiknum. 31. maí 2010 22:00 Andri: Rýr uppskera þar sem við stjórnuðum leiknum Andri Marteinsson, þjálfari Hauka, var ánægður með að fá eitt stig úr leiknum gegn Stjörnunni í kvöld, en hann var þó ekki sáttur með úrslitin. Athyglisvert það. 31. maí 2010 22:10 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Leikur Stjörnunnar og Hauka var ekki sá skemmtilegasti í sumar, samt sem áður litu fjögur mörk dagsins ljós. Niðurstaðan 2-2 jafntefli í miklum baráttuleik þar sem Haukar jöfnuðu með síðustu spyrnu leiksins. Fyrri hálfleikurinn var að mesti leiti eign heimamanna. Þeir sóttu undan vindinum og héldu boltanum miklu betur innan liðsins og fengu nokkur góð færi til að skora. Þó náðu þeir aðeins að skora einu sinni í hálfleiknum, eftir hornspyrnu komu þeir boltanum í markið eftir mikla baráttu í teignum. Nánast enginn sá hver skoraði markið en það var Tryggvi Sveinn Bjarnason sem skallaði boltann yfir línuna. Það fékkst staðfest frá dómurum leiksins í hálfleik. Jóhann Laxdal var heppinn að fá ekki rautt spjald í fyrri hálfleiknum. Brotið var á honum og hann missti boltann frá sér, hann henti sér á eftir boltanum með tvo fætur á undan sér og fór í Þórhall Dan. Hann fékk aukaspyrnu en Jóhann fékk ekki spjald, ekki einu sinni gult. Mjög umdeilt atvik. Stjarnan var líklegri til að bæta við en Haukar að jafna. Samt sem áður gerðu Haukar einmitt það. Eftir fína sókn átti Jónmundur frábæra sendingu á Hilmar Geir Eiðsson sem setti boltann yfir Magnús í markinu. Vel klárað. Seinni hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað. Haukarnir voru betri til að byrja með en sköpuðu sér fá færi. Sömu sögu er að segja af Stjörnunni sem vann sig betur inn í leikinn eftir því sem leið á. Stjarnan fékk vítaspyrnu 10 mínútum fyrir leikslok. Steinþóri var ýtt af Gunnari Ormslev í teignum og víti dæmt. Þorvaldur skoraði en Daði var nálægt því að verja. Stutt seinna fékk Guðjón Pétur gult spjald fyrir að ýta í samherja sinn hjá Haukum. Allt stefndi í jafntefli þegar Hilmar Geir skoraði aftur, nú eftir sendingu frá Guðmundi Mete en aftur kláraði hann færið sitt einkar vel. Leikurinn var lengst af í járnum, bæði lið áttu ágæta kafla en spiluðu ekkert sérstaklega vel. Mikið var um baráttu og spjöldin flugu nokkur á loft. Skemmtanagildi leiksins var ekki mikið en þó sáust fjögur mörk. Haukar eiga enn eftir að vinna leik í deildinni en náðu í gott stig í kvöld.Stjarnan - Haukar 2-2 1-0 Tryggvi Sveinn Bjarnason (13.) 1-1 Hilmar Geir Eiðsson (40.) 2-1 Þorvaldur Árnason – Víti (81.) 2-2 Hilmar Geir Eiðsson (95.)Áhorfendur: 660Dómari: Örvar Sær Gíslason 4Skot (á mark): 11-9 (6-4)Varin skot: Magnús 1 – Daði 3Horn: 4-5Aukaspyrnur fengnar: 18-17Rangstöður: 3-6Stjarnan 4-5-1 Magnús Karl Björnsson 6 Baldvin Sturluson 6 Daníel Laxdal 5 Tryggvi Sveinn Bjarnason 7 Jóhann Laxdal 5 Steinþór Freyr Þorsteinsson 6 (83. Hilmar Þór Hilmarsson -) Dennis Danry 5 Atli Jóhannsson 5 Þorvaldur Árnason 6 Halldór Orri Björnsson 6 (38. Ólafur Karl Finsen 5) Marel Baldvinsson 4 (79. Ellert Hreinsson -)Haukar (4-5-1): Daði Lárusson 5 Þórhallur Dan Jóhannsson 5 Daníel Einarsson 5 Guðmundur Viðar Mete 7 Gunnar Ormslev Ásgeirsson 4 (84. Jónas Bjarnason -)Hilmar Geir Eiðsson 7* ML Guðjón Pétur Lýðsson 5 Kristján Ómar Björnsson 4 Úlfar Hrafn Pálsson 5 (68. Kristján Óli Sigurðsson 4) Hilmar Trausti Arnarsson 5 (24. Hilmar Rafn Emilsson 4) Jónmundur Grétarsson 5
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Tryggvi: Áttum ekki meira skilið "Þetta er gríðarlega svekkjandi," sagði Tryggvi Sveinn Bjarnason, varnarmaður Stjörnunnar eftir 2-2 jafnteflið við Hauka í kvöld. Tryggi skoraði fyrra mark Stjörnunnar í leiknum. 31. maí 2010 22:00 Andri: Rýr uppskera þar sem við stjórnuðum leiknum Andri Marteinsson, þjálfari Hauka, var ánægður með að fá eitt stig úr leiknum gegn Stjörnunni í kvöld, en hann var þó ekki sáttur með úrslitin. Athyglisvert það. 31. maí 2010 22:10 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Tryggvi: Áttum ekki meira skilið "Þetta er gríðarlega svekkjandi," sagði Tryggvi Sveinn Bjarnason, varnarmaður Stjörnunnar eftir 2-2 jafnteflið við Hauka í kvöld. Tryggi skoraði fyrra mark Stjörnunnar í leiknum. 31. maí 2010 22:00
Andri: Rýr uppskera þar sem við stjórnuðum leiknum Andri Marteinsson, þjálfari Hauka, var ánægður með að fá eitt stig úr leiknum gegn Stjörnunni í kvöld, en hann var þó ekki sáttur með úrslitin. Athyglisvert það. 31. maí 2010 22:10