Umfjöllun: Haukar jöfnuðu með síðustu spyrnu leiksins Hjalti Þór Hreinsson skrifar 31. maí 2010 21:45 Mynd/Pjetur Leikur Stjörnunnar og Hauka var ekki sá skemmtilegasti í sumar, samt sem áður litu fjögur mörk dagsins ljós. Niðurstaðan 2-2 jafntefli í miklum baráttuleik þar sem Haukar jöfnuðu með síðustu spyrnu leiksins. Fyrri hálfleikurinn var að mesti leiti eign heimamanna. Þeir sóttu undan vindinum og héldu boltanum miklu betur innan liðsins og fengu nokkur góð færi til að skora. Þó náðu þeir aðeins að skora einu sinni í hálfleiknum, eftir hornspyrnu komu þeir boltanum í markið eftir mikla baráttu í teignum. Nánast enginn sá hver skoraði markið en það var Tryggvi Sveinn Bjarnason sem skallaði boltann yfir línuna. Það fékkst staðfest frá dómurum leiksins í hálfleik. Jóhann Laxdal var heppinn að fá ekki rautt spjald í fyrri hálfleiknum. Brotið var á honum og hann missti boltann frá sér, hann henti sér á eftir boltanum með tvo fætur á undan sér og fór í Þórhall Dan. Hann fékk aukaspyrnu en Jóhann fékk ekki spjald, ekki einu sinni gult. Mjög umdeilt atvik. Stjarnan var líklegri til að bæta við en Haukar að jafna. Samt sem áður gerðu Haukar einmitt það. Eftir fína sókn átti Jónmundur frábæra sendingu á Hilmar Geir Eiðsson sem setti boltann yfir Magnús í markinu. Vel klárað. Seinni hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað. Haukarnir voru betri til að byrja með en sköpuðu sér fá færi. Sömu sögu er að segja af Stjörnunni sem vann sig betur inn í leikinn eftir því sem leið á. Stjarnan fékk vítaspyrnu 10 mínútum fyrir leikslok. Steinþóri var ýtt af Gunnari Ormslev í teignum og víti dæmt. Þorvaldur skoraði en Daði var nálægt því að verja. Stutt seinna fékk Guðjón Pétur gult spjald fyrir að ýta í samherja sinn hjá Haukum. Allt stefndi í jafntefli þegar Hilmar Geir skoraði aftur, nú eftir sendingu frá Guðmundi Mete en aftur kláraði hann færið sitt einkar vel. Leikurinn var lengst af í járnum, bæði lið áttu ágæta kafla en spiluðu ekkert sérstaklega vel. Mikið var um baráttu og spjöldin flugu nokkur á loft. Skemmtanagildi leiksins var ekki mikið en þó sáust fjögur mörk. Haukar eiga enn eftir að vinna leik í deildinni en náðu í gott stig í kvöld.Stjarnan - Haukar 2-2 1-0 Tryggvi Sveinn Bjarnason (13.) 1-1 Hilmar Geir Eiðsson (40.) 2-1 Þorvaldur Árnason – Víti (81.) 2-2 Hilmar Geir Eiðsson (95.)Áhorfendur: 660Dómari: Örvar Sær Gíslason 4Skot (á mark): 11-9 (6-4)Varin skot: Magnús 1 – Daði 3Horn: 4-5Aukaspyrnur fengnar: 18-17Rangstöður: 3-6Stjarnan 4-5-1 Magnús Karl Björnsson 6 Baldvin Sturluson 6 Daníel Laxdal 5 Tryggvi Sveinn Bjarnason 7 Jóhann Laxdal 5 Steinþór Freyr Þorsteinsson 6 (83. Hilmar Þór Hilmarsson -) Dennis Danry 5 Atli Jóhannsson 5 Þorvaldur Árnason 6 Halldór Orri Björnsson 6 (38. Ólafur Karl Finsen 5) Marel Baldvinsson 4 (79. Ellert Hreinsson -)Haukar (4-5-1): Daði Lárusson 5 Þórhallur Dan Jóhannsson 5 Daníel Einarsson 5 Guðmundur Viðar Mete 7 Gunnar Ormslev Ásgeirsson 4 (84. Jónas Bjarnason -)Hilmar Geir Eiðsson 7* ML Guðjón Pétur Lýðsson 5 Kristján Ómar Björnsson 4 Úlfar Hrafn Pálsson 5 (68. Kristján Óli Sigurðsson 4) Hilmar Trausti Arnarsson 5 (24. Hilmar Rafn Emilsson 4) Jónmundur Grétarsson 5 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Tryggvi: Áttum ekki meira skilið "Þetta er gríðarlega svekkjandi," sagði Tryggvi Sveinn Bjarnason, varnarmaður Stjörnunnar eftir 2-2 jafnteflið við Hauka í kvöld. Tryggi skoraði fyrra mark Stjörnunnar í leiknum. 31. maí 2010 22:00 Andri: Rýr uppskera þar sem við stjórnuðum leiknum Andri Marteinsson, þjálfari Hauka, var ánægður með að fá eitt stig úr leiknum gegn Stjörnunni í kvöld, en hann var þó ekki sáttur með úrslitin. Athyglisvert það. 31. maí 2010 22:10 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
Leikur Stjörnunnar og Hauka var ekki sá skemmtilegasti í sumar, samt sem áður litu fjögur mörk dagsins ljós. Niðurstaðan 2-2 jafntefli í miklum baráttuleik þar sem Haukar jöfnuðu með síðustu spyrnu leiksins. Fyrri hálfleikurinn var að mesti leiti eign heimamanna. Þeir sóttu undan vindinum og héldu boltanum miklu betur innan liðsins og fengu nokkur góð færi til að skora. Þó náðu þeir aðeins að skora einu sinni í hálfleiknum, eftir hornspyrnu komu þeir boltanum í markið eftir mikla baráttu í teignum. Nánast enginn sá hver skoraði markið en það var Tryggvi Sveinn Bjarnason sem skallaði boltann yfir línuna. Það fékkst staðfest frá dómurum leiksins í hálfleik. Jóhann Laxdal var heppinn að fá ekki rautt spjald í fyrri hálfleiknum. Brotið var á honum og hann missti boltann frá sér, hann henti sér á eftir boltanum með tvo fætur á undan sér og fór í Þórhall Dan. Hann fékk aukaspyrnu en Jóhann fékk ekki spjald, ekki einu sinni gult. Mjög umdeilt atvik. Stjarnan var líklegri til að bæta við en Haukar að jafna. Samt sem áður gerðu Haukar einmitt það. Eftir fína sókn átti Jónmundur frábæra sendingu á Hilmar Geir Eiðsson sem setti boltann yfir Magnús í markinu. Vel klárað. Seinni hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað. Haukarnir voru betri til að byrja með en sköpuðu sér fá færi. Sömu sögu er að segja af Stjörnunni sem vann sig betur inn í leikinn eftir því sem leið á. Stjarnan fékk vítaspyrnu 10 mínútum fyrir leikslok. Steinþóri var ýtt af Gunnari Ormslev í teignum og víti dæmt. Þorvaldur skoraði en Daði var nálægt því að verja. Stutt seinna fékk Guðjón Pétur gult spjald fyrir að ýta í samherja sinn hjá Haukum. Allt stefndi í jafntefli þegar Hilmar Geir skoraði aftur, nú eftir sendingu frá Guðmundi Mete en aftur kláraði hann færið sitt einkar vel. Leikurinn var lengst af í járnum, bæði lið áttu ágæta kafla en spiluðu ekkert sérstaklega vel. Mikið var um baráttu og spjöldin flugu nokkur á loft. Skemmtanagildi leiksins var ekki mikið en þó sáust fjögur mörk. Haukar eiga enn eftir að vinna leik í deildinni en náðu í gott stig í kvöld.Stjarnan - Haukar 2-2 1-0 Tryggvi Sveinn Bjarnason (13.) 1-1 Hilmar Geir Eiðsson (40.) 2-1 Þorvaldur Árnason – Víti (81.) 2-2 Hilmar Geir Eiðsson (95.)Áhorfendur: 660Dómari: Örvar Sær Gíslason 4Skot (á mark): 11-9 (6-4)Varin skot: Magnús 1 – Daði 3Horn: 4-5Aukaspyrnur fengnar: 18-17Rangstöður: 3-6Stjarnan 4-5-1 Magnús Karl Björnsson 6 Baldvin Sturluson 6 Daníel Laxdal 5 Tryggvi Sveinn Bjarnason 7 Jóhann Laxdal 5 Steinþór Freyr Þorsteinsson 6 (83. Hilmar Þór Hilmarsson -) Dennis Danry 5 Atli Jóhannsson 5 Þorvaldur Árnason 6 Halldór Orri Björnsson 6 (38. Ólafur Karl Finsen 5) Marel Baldvinsson 4 (79. Ellert Hreinsson -)Haukar (4-5-1): Daði Lárusson 5 Þórhallur Dan Jóhannsson 5 Daníel Einarsson 5 Guðmundur Viðar Mete 7 Gunnar Ormslev Ásgeirsson 4 (84. Jónas Bjarnason -)Hilmar Geir Eiðsson 7* ML Guðjón Pétur Lýðsson 5 Kristján Ómar Björnsson 4 Úlfar Hrafn Pálsson 5 (68. Kristján Óli Sigurðsson 4) Hilmar Trausti Arnarsson 5 (24. Hilmar Rafn Emilsson 4) Jónmundur Grétarsson 5
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Tryggvi: Áttum ekki meira skilið "Þetta er gríðarlega svekkjandi," sagði Tryggvi Sveinn Bjarnason, varnarmaður Stjörnunnar eftir 2-2 jafnteflið við Hauka í kvöld. Tryggi skoraði fyrra mark Stjörnunnar í leiknum. 31. maí 2010 22:00 Andri: Rýr uppskera þar sem við stjórnuðum leiknum Andri Marteinsson, þjálfari Hauka, var ánægður með að fá eitt stig úr leiknum gegn Stjörnunni í kvöld, en hann var þó ekki sáttur með úrslitin. Athyglisvert það. 31. maí 2010 22:10 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
Tryggvi: Áttum ekki meira skilið "Þetta er gríðarlega svekkjandi," sagði Tryggvi Sveinn Bjarnason, varnarmaður Stjörnunnar eftir 2-2 jafnteflið við Hauka í kvöld. Tryggi skoraði fyrra mark Stjörnunnar í leiknum. 31. maí 2010 22:00
Andri: Rýr uppskera þar sem við stjórnuðum leiknum Andri Marteinsson, þjálfari Hauka, var ánægður með að fá eitt stig úr leiknum gegn Stjörnunni í kvöld, en hann var þó ekki sáttur með úrslitin. Athyglisvert það. 31. maí 2010 22:10